Ferill 853. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1324  —  853. mál.




Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um tæknifrjóvgun og stuðning vegna ófrjósemi.

Frá Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur.


     1.      Hversu margir einstaklingar gangast undir tæknifrjóvgun hérlendis árlega? Svar óskast sundurliðað eftir tæknisæðingu, glasafrjóvgun og uppsetningu á fósturvísi.
     2.      Hversu mörg börn fæðast hér á landi árlega með aðstoð tæknifrjóvgunar innan lands?
     3.      Hversu oft á ári niðurgreiða Sjúkratryggingar Íslands tæknifrjóvgunarmeðferðir sem eru framkvæmdar á EES-svæðinu? Hver var fjöldi þeirra einstaklinga sem nutu góðs af slíkum endurgreiðslum?
     4.      Hvaða fjárhagslegi stuðningur býðst einstaklingum og pörum sem glíma við ófrjósemi til að standa straum af þeim kostnaði sem af þessum meðferðum hlýst?


Skriflegt svar óskast.