Ferill 870. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1365  —  870. mál.




Fyrirspurn


til innviðaráðherra um íbúðarhúsnæði í Reykjavík.

Frá Hönnu Katrínu Friðriksson.


     1.      Hversu mikið af íbúðarhúsnæði í Reykjavík er í eigu einstaklinga? Svar óskast sundurgreint eftir póstnúmerum í þrjá flokka eftir fjölda eigna á hvern einstakling: ein eign, tvær eignir eða fleiri.
     2.      Hversu mikið af íbúðarhúsnæði í Reykjavík er í eigu lögaðila? Svar óskast sundurgreint eftir póstnúmerum í þrjá flokka eftir fjölda eigna á hvern aðila: ein eign, tvær eignir eða fleiri.


Skriflegt svar óskast.


Greinargerð.

    Fyrirspyrjandi vonast til að ráðherra geti unnið svarið samhliða svari við fyrirspurn á þingskjali 512 sem dreift var 15. nóvember síðastliðinn (437. mál). Áréttað skal að með hugtakinu íbúðarhúsnæði er átt við stakar íbúðareignir í fjölbýli, raðhús og einbýlishús.