Ferill 872. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1367  —  872. mál.




Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um aðfarargerðir og hagsmuni barna.

Frá Jóhanni Páli Jóhannssyni.


     1.      Hversu oft hefur lögheimili eða forsjá verið komið á með aðfarargerð sl. 10 ár, sbr. 1. mgr. 45. gr. barnalaga, nr. 76/2003, og hver var aldur barnanna í hverju tilviki?
     2.      Var tekið réttmætt tillit til skoðana barnanna og afstöðu þeirra til aðfarargerðarinnar í samræmi við aldur og þroska, sbr. 3. mgr. 1. gr. og 1. mgr. 43. gr. barnalaga, nr. 76/2003, og 1. mgr. 3. gr. og 1. mgr. 12. gr. samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins, sbr. lög nr. 19/2013?
     3.      Er stjórnvöldum heimilt að beita barn líkamlegu valdi við framkvæmd aðfarargerðar?
     4.      Hefur sýslumaður stöðvað aðfarargerð vegna hættu á að barn hljóti skaða af framhaldi hennar, sbr. 4. málsl. 3. mgr. 45. gr. barnalaga, nr. 76/2003? Ef svo er, hversu oft?
     5.      Hvaða aðstæður þurfa að vera uppi til að sýslumaður stöðvi aðfarargerð gagnvart barni á grundvelli 4. málsl. 3. mgr. 45. gr. barnalaga, nr. 76/2003?
     6.      Getur það samrýmst réttindum og hagsmunum barns á táningsaldri að lögheimili eða forsjá sé komið á með líkamlegri valdbeitingu gegn yfirlýstum mótmælum barnsins?
     7.      Hvaða aldri eða þroska þarf barn að hafa náð til að það teljist ósamrýmanlegt hagsmunum þess að beita það líkamlegu valdi við framkvæmd aðfarar?
     8.      Telur ráðherra ástæðu til að taka 45. gr. barnalaga, nr. 76/2003, til endurskoðunar?


Skriflegt svar óskast.