Ferill 876. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1372  —  876. mál.




Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um hindranir fjölmiðla á Keflavíkurflugvelli.

Frá Andrési Inga Jónssyni.


     1.      Af hverjum og á hvaða forsendum og grundvelli, þ.m.t. lagalegum heimildum, var ákvörðun tekin um að beina flóðljósum að fjölmiðlafólki sem hindraði störf þess aðfaranótt 3. nóvember 2022 á Keflavíkurflugvelli?
     2.      Telur ráðherra að sú ákvörðun sem getið er í 1. tölul. hafi verið í samræmi við alþjóðlega mannréttindasáttmála, íslensk lög og hefðbundnar verklagsreglur?
     3.      Brást ráðuneytið við ofangreindum atvikum á einhvern hátt? Ef svo er, hvernig? Ef ekki, af hverju ekki?


Skriflegt svar óskast.