Ferill 878. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1374  —  878. mál.




Fyrirspurn


til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda.

Frá Þórunni Sveinbjarnardóttur.


     1.      Hver verður hlutdeild Íslands í markmiði Evrópusambandsins um 55% samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2030?
     2.      Hversu mikið verður Ísland að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda fyrir 2030 ef hlutdeild Íslands verður 35% samdráttur í losun miðað við 2005?
     3.      Hversu mikið verður Ísland að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda fyrir 2030 ef hlutdeild Íslands verður 40% samdráttur í losun miðað við 2005?
     4.      Hversu mikið verður Ísland að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda fyrir 2030 ef hlutdeild Íslands verður 55% samdráttur í losun miðað við 2005?
     5.      Hver yrði samdráttur Íslands í losun gróðurhúsalofttegunda, í tonnum talið, miðað við 35%, 40% eða 45% minni losun árið 2030 miðað við losun árið 2005?


Skriflegt svar óskast.