Ferill 881. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1383  —  881. mál.




Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um hlustun samskipta á milli sakborninga og verjenda þeirra.

Frá Arndísi Önnu Kristínardóttur Gunnarsdóttur.


     1.      Hversu oft hefur lögregla hlustað á samtöl eða önnur samskipti sakborninga við verjendur sína á síðustu fimm árum?
     2.      Hversu fljótt var upptökum eytt eftir að í ljós kom að um samskipti sakborninga og verjenda var að ræða, sbr. lokamálslið 1. mgr. 85. gr. laga um meðferð sakamála, nr. 88/2008?
     3.      Var hlutaðeigandi aðilum tilkynnt um þessar aðgerðir, sbr. 1. og 2. mgr. 85. gr. fyrrgreindra laga?


Skriflegt svar óskast.