Ferill 883. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1385  —  883. mál.




Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um Geðheilsumiðstöð barna.

Frá Andrési Inga Jónssyni.


     1.      Hver telur ráðherra að sé ásættanlegur biðtími eftir greiningu hjá Geðheilsumiðstöð barna?
     2.      Hvernig hefur meðalbiðtími eftir greiningu og fjöldi barna á biðlista þróast frá því að Geðheilsumiðstöð barna var sett á laggirnar?
     3.      Hverjar eru helstu ástæður þess að biðtíminn er jafn langur og raun ber vitni? Til hvaða ráða hefur verið gripið til að stytta hann og hvaða aðgerðir eru áformaðar?
     4.      Hvenær stefnir ráðherra að því að biðtími eftir greiningu hjá Geðheilsumiðstöð barna verði ásættanlegur?


Skriflegt svar óskast.