Ferill 885. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1387  —  885. mál.




Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um heimaþjónustu ljósmæðra.

Frá Jóhanni Páli Jóhannssyni.


     1.      Mun ráðherra beita sér fyrir breytingum á rammasamningi milli Sjúkratrygginga Íslands og ljósmæðra til að tryggja að heimaþjónusta ljósmæðra sé veitt öllum foreldrum og börnum fyrstu 10 dagana frá fæðingu óháð því hve lengi þau dvöldu á sængurlegudeild?
     2.      Hvaða breytingar verða gerðar, sbr. orð ráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma 13. mars 2023, og hvenær taka þær gildi?


Skriflegt svar óskast.