Ferill 887. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1389  —  887. mál.




Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um tilkynningar skiptastjóra vegna rökstudds gruns um refsivert athæfi þrotamanns eða annarra.

Frá Vilhjálmi Árnasyni.


     1.      Hver er fjöldi tilkynninga sem héraðssaksóknara bárust á árunum 2016–2022 frá skiptastjórum í þrotabúum vegna rökstudds gruns um refsivert athæfi þrotamanns eða annarra skv. 84. gr. laga um gjaldþrotaskipti o.fl., nr. 21/1991? Svar óskast sundurliðað eftir árum.
     2.      Hver er fjöldi þeirra tilkynninga sem bárust skv. 84. gr. laga nr. 21/1991 á árunum 2016– 2022 sem leiddu til rannsóknar af hálfu ákæruvaldsins? Svar óskast sundurliðað eftir árum.
     3.      Hversu langur tími líður, að jafnaði, á milli þess dags er tilkynning skv. 84. gr. laga nr. 21/1991 er móttekin af héraðssaksóknara og þar til rannsókn hefst á grundvelli tilkynningarinnar?
     4.      Hver er fjöldi þeirra tilkynninga sem rannsakaðar voru á árunum 2016–2022 sem leiddu til ákæru? Svar óskast sundurliðað eftir árum.
     5.      Hversu margar ákærur sem lagðar voru fram árunum 2016–2022 leiddu til sakfellingar? Svar óskast sundurliðað eftir árum.


Skriflegt svar óskast.