Ferill 891. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1393  —  891. mál.




Fyrirspurn


til mennta- og barnamálaráðherra um stöðu grunnnáms í listdansi og rekstrarumhverfi listdansskóla hér á landi.

Frá Viðari Eggertssyni.


     1.      Hefur ráðherra haft málefni listdansnáms til skoðunar?
     2.      Mun ráðherra grípa til aðgerða í ljósi fregna af uppsögnum starfsfólks Listdansskóla Íslands og stöðu listdansnáms í skólakerfinu?
     3.      Stendur til að gera breytingar á reglum um framkvæmd og greiðslufyrirkomulag listdansnáms, þ.m.t. kostnaðarskiptingu grunnnáms í listdansi milli ríkis og sveitarfélaga?
     4.      Hvernig ætlar ráðherra að beita sér fyrir því að tryggja fjárframlög til listdansnáms á Íslandi?


Skriflegt svar óskast.