Ferill 902. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1414  —  902. mál.




Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um fjölda starfandi sjúkraliða og starfsmannaveltu.

Frá Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur.


     1.      Hefur verið gerð greining á orsökum þess að starfsmannavelta hjá starfandi sjúkraliðum innan Landspítala er umtalsvert meiri en hjá starfandi hjúkrunarfræðingum? Ef ekki, telur ráðherra ástæðu til að hefja slíka vinnu?
     2.      Telur ráðherra að kjör sjúkraliða, álag eða vinnuaðstæður séu skýring þess hversu illa hinu opinbera gengur að halda í sjúkraliða?
     3.      Hversu hátt hlutfall sjúkraliða á Íslandi starfar nú utan heilbrigðiskerfisins? Hefur þetta hlutfall haldist óbreytt, hækkað eða lækkað á liðnum árum?
     4.      Hyggst ráðherra bregðast við fyrirséðri þörf fyrir starfandi sjúkraliða innan heilbrigðiskerfisins í ljósi þess að meðalaldur starfandi sjúkraliða er um 48 ár sem stendur og um 40% sjúkraliða eru að nálgast starfslokaaldur? Ef svo er, með hvaða hætti?
     5.      Liggur fyrir sjálfstætt, tölulegt mat af hálfu ráðuneytisins á því hversu marga starfandi sjúkraliða þörf er fyrir hér á landi nú, á næstu árum og áratugum?
     6.      Telur ráðherra að heilbrigðiskerfið sé í stakk búið til að taka móti þeim sjúkraliðum sem lokið hafa námi á fagháskólastigi?


Skriflegt svar óskast.