Ferill 961. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1505  —  961. mál.




Fyrirspurn


til mennta- og barnamálaráðherra um meiðsli og eftirlit með íþróttastarfi barna.

Frá Evu Sjöfn Helgadóttur.


     1.      Er gerð úttekt á því hvort þeir sem bjóða upp á íþróttastarfsemi fyrir börn séu með æfingar við hæfi miðað við líkamlega getu og þroska barna?
     2.      Er haldið utan um alvarleg meiðsli hjá börnum í íþróttastarfi hér á landi?
     3.      Er gerð krafa um að íþróttafélögin séu með skrá um álagsmeiðsli hjá iðkendum?
     4.      Er einhvers konar gæðaeftirlit með íþróttastarfi barna hér á landi? Ef svo er, hvernig er það framkvæmt?


Skriflegt svar óskast.