Ferill 525. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1556  —  525. mál.




Svar


fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn frá Diljá Mist Einarsdóttur um fjölda stöðugilda hjá ríkinu.


     1.      Hver var fjöldi stöðugilda hjá ríkinu, þ.e. þar sem Fjársýsla ríkisins er launagreiðandi, ár hvert á tímabilinu 2011–2021, sundurliðað eftir landshlutum og eftirfarandi störfum:
     a.      störfum innan menntakerfisins,
     b.      störfum við löggæslu,
     c.      störfum innan heilbrigðiskerfisins,
     d.      störfum við stjórnsýslu, og
     e.      öðrum störfum?

    Fjölda starfa hjá ríkinu árin 2011–2021 má sjá í eftirfarandi yfirliti. Miðað er við fjölda stöðugilda í október ár hvert, þar sem Fjársýsla ríkisins er launagreiðandi. Einnig er rétt að nefna að með hugtakinu stöðugildi er átt við ígildi fullra starfa í dagvinnu í viðkomandi mánuði, þ.e. tvö 50% störf teljast sem eitt stöðugildi, og með því teljast ekki starfsmenn í launalausu leyfi eða fæðingarorlofi sem ekki eru á launum.
    Í launakerfi Fjársýslu ríkisins er skráð póstnúmer starfsstöðva og er miðað við þá skráningu við sundurliðun eftir landshlutum:
    Póstnúmer 100–229 og 270: Höfuðborgarsvæðið
    Póstnúmer 230–260: Suðurnes
    Póstnúmer 300–390: Vesturland
    Póstnúmer 400–490: Vestfirðir
    Póstnúmer 500–690: Norðurland
    Póstnúmer 700–790: Austurland
    Póstnúmer 800–900: Suðurland
    Í flestum tilvikum er skráð póstnúmer starfsstöðvar, en sumar stofnanir skrá í launakerfi eingöngu póstnúmerið 150 Reykjavík og falla þá störfin undir höfuðborgarsvæðið. Sem dæmi má taka að öll störf Veðurstofunnar raðast undir „önnur störf“, á höfuðborgarsvæðinu þótt hluti starfsmanna sé staðsettur annars staðar.
    ÁTVR og ÍSOR voru í launakerfi Fjársýslunnar fram til ársins 2015 en frá 2016 standa þær stofnanir utan miðlægs launakerfis ríkisins. Skýrir það fækkun í flokknum „önnur störf“ árið 2016.

    Störfin eru sundurliðuð á eftirfarandi hátt:
     a.      Menntakerfi: Öll störf innan skóla.
     b.      Löggæsla: Öll störf í lögreglunni og hluti starfa sýslumannsembætta sem fellur undir löggæslu til ársins 2014.
     c.      Heilbrigðiskerfi: Öll störf innan heilbrigðisstofnana og heilsugæslu.
     d.      Stjórnsýsla: Störf í Stjórnarráði Íslands.
     e.      Önnur störf


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



     2.      Hver var fjöldi stöðugilda hjá opinberum hlutafélögum og bönkum í ríkiseigu ár hvert á tímabilinu 2011–2021, sundurliðað eftir landshlutum?
    Fjöldi stöðugilda hjá opinberum hlutafélögum og bönkum árin 2011–2021 og skipting eftir landshlutum kemur fram í eftirfarandi yfirliti.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




     3.      Hver var fjöldi stöðugilda hvers ráðuneytis og undirstofnana þeirra á árinu 2021?
    Í yfirlitinu hér fyrir neðan er ráðuneytum og undirstofnunum þeirra raðað eftir númeri fjárlagaliðar. Upplýsingarnar eru sóttar úr launakerfi Fjársýslu ríkisins og sýna fjölda stöðugilda á árinu 2021. Í yfirlitinu eru fleiri rekstrarliðir þar sem starfsmenn eru á launaskrá en þeir sem teljast beinlínis vera ríkisstofnanir. Til að teljast til stofnana er litið svo á að rekstrareiningu þurfi m.a. að vera stýrt af forstöðumanni en það á ekki við um alla fjárlagaliði. Í yfirlitinu eru allir fjárlagaliðir með skráð stöðugildi meðtaldir í þeim tilgangi að innifela öll stöðugildi að baki heildarfjölda ársins 2021, sem samtals voru 19.164 stöðugildi.

Fjöldi
Æðsta stjórn ríkisins 336
00101 Embætti forseta Íslands 14
00201 Alþingi 212
00301 Ríkisstjórn 43
00401 Hæstiréttur 7
00610 Umboðsmaður Alþingis 18
00620 Ríkisendurskoðun 42
Forsætisráðuneyti 195
01101 Forsætisráðuneyti, aðalskrifstofa 44
01201 Fasteignir forsætisráðuneytis 4
01241 Umboðsmaður barna 5
01261 Óbyggðanefnd 3
01271 Ríkislögmaður 12
01313 Jafnréttisstofa 8
01401 Hagstofa Íslands 119
Mennta- og menningarmálaráðuneyti 4.686
02101 Mennta- og menningarmálaráðuneyti, aðalskrifstofa 72
02201 Háskóli Íslands 1.675
02202 Tilraunastöð HÍ að Keldum 46
02203 Raunvísindastofnun Háskólans 136
02209 Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum 59
02210 Háskólinn á Akureyri 220
02216 Landbúnaðarháskóli Íslands 94
02217 Háskólinn á Hólum 56
02231 Rannsóknamiðstöð Íslands 59
02299 Fræða- og þekkingarsetur 1
02301 Menntaskólinn í Reykjavík 70
02302 Menntaskólinn á Akureyri 67
02303 Menntaskólinn að Laugarvatni 21
02304 Menntaskólinn við Hamrahlíð 99
02305 Menntaskólinn við Sund 70
02306 Menntaskólinn á Ísafirði 36
02307 Menntaskólinn á Egilsstöðum 39
02308 Menntaskólinn í Kópavogi 98
02309 Kvennaskólinn í Reykjavík 63
02350 Fjölbrautaskólinn í Breiðholti 119
02351 Fjölbrautaskólinn við Ármúla 96
02352 Flensborgarskóli 80
02353 Fjölbrautaskóli Suðurnesja 88
02354 Fjölbrautaskóli Vesturlands 57
02355 Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum 27
02356 Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra 56
02357 Fjölbrautaskóli Suðurlands 99
02358 Verkmenntaskóli Austurlands 28
02359 Verkmenntaskólinn á Akureyri 131
02360 Fjölbrautaskólinn í Garðabæ 66
02361 Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu 26
02362 Framhaldsskólinn á Húsavík 15
02363 Framhaldsskólinn á Laugum 21
02365 Borgarholtsskóli 113
02367 Fjölbrautaskóli Snæfellinga 26
02370 Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ 37
02372 Menntaskólinn á Tröllaskaga 25
02430 Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra 23
02723 Menntamálastofnun 55
02872 Lánasjóður íslenskra námsmanna 39
02902 Þjóðminjasafn Íslands 44
02903 Þjóðskjalasafn Íslands 34
02905 Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn 70
02906 Listasafn Einars Jónssonar 3
02907 Listasafn Íslands 21
02908 Kvikmyndasafn Íslands 9
02909 Hljóðbókasafn Íslands 7
02911 Náttúruminjasafn Íslands 12
02913 Gljúfrasteinn – hús skáldsins 3
02915 Minjastofnun Íslands 23
02918 Safnasjóður 1
02961 Fjölmiðlanefnd 4
02972 Íslenski dansflokkurinn 14
02973 Þjóðleikhúsið 121
02974 Sinfóníuhljómsveit Íslands 94
02981 Kvikmyndamiðstöð Íslands 8
02982 Samningar og styrkir á sviði lista og menningar 2
02985 Rammaáætlanir ESB um menntun, rannsóknir og tækniþróun 2
02989 Samningar og styrkir til íþróttamála 5
Utanríkisráðuneyti 243
03101 Utanríkisráðuneyti, aðalskrifstofa 120
03111 Þýðingamiðstöð utanríkisráðuneytis 31
03213 Varnarmál 7
03300 Sendiráð Íslands 58
03390 Alþjóðleg þróunarsamvinna 26
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti 585
04101 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti, aðalskrifstofa 69
04215 Fiskistofa 60
04217 Verðlagsstofa skiptaverðs 4
04234 Matvælastofnun 97
04238 Neytendastofa 15
04246 Samkeppniseftirlitið 27
04251 Hugverkastofan 33
04252 Faggildingarsvið Hugverkastofu 2
04406 Hafrannsóknastofnun 185
04421 Bygging rannsóknastofnana sjávarútvegsins 0
04501 Nýsköpunarmiðstöð Íslands 37
04551 Ferðamálastofa 23
04571 Orkustofnun 34
Dómsmálaráðuneyti 2.011
06101 Dómsmálaráðuneyti, aðalskrifstofa 40
06102 Stjórnartíðindi 2
06151 Kærunefnd útlendingamála 17
06190 Ýmis verkefni 2
06201 Hæstiréttur 7
06205 Landsréttur 31
06210 Héraðsdómstólar 85
06220 Dómstólasýslan 6
06236 Sanngirnisbætur vegna misgjörða á vistheimilum fyrir börn 1
06251 Persónuvernd 19
06300 Héraðssaksóknari 62
06301 Ríkissaksóknari 15
06303 Ríkislögreglustjóri 170
06310 Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu 397
06312 Lögreglustjórinn á Suðurnesjum 164
06313 Lögreglustjórinn á Vesturlandi 45
06314 Lögreglustjórinn á Vestfjörðum 28
06315 Lögreglustjórinn á Norðurlandi vestra 23
06316 Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra 77
06317 Lögreglustjórinn á Austurlandi 31
06318 Lögreglustjórinn á Suðurlandi 79
06319 Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum 17
06390 Ýmis löggæslu- og öryggismál 3
06395 Landhelgisgæsla Íslands 211
06397 Schengen-samstarf 3
06398 Útlendingastofnun 44
06399 Umsækjendur um alþjóðlega vernd 34
06441 Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu 105
06442 Sýslumaðurinn á Vesturlandi 17
06443 Sýslumaðurinn á Vestfjörðum 18
06444 Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra 23
06445 Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra 26
06446 Sýslumaðurinn á Austurlandi 10
06447 Sýslumaðurinn á Suðurlandi 27
06448 Sýslumaðurinn á Suðurnesjum 21
06449 Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum 9
06490 Ýmis rekstrarkostnaður sýslumannsembætta 2
06501 Fangelsismálastofnun ríkisins 142
Félagsmálaráðuneyti 767
07101 Félagsmálaráðuneyti, aðalskrifstofa 48
07151 Úrskurðarnefnd velferðarmála 10
07190 Ýmis verkefni 8
07302 Ríkissáttasemjari 4
07320 Mannvirkjastofnun 29
07322 Húsnæðis- og mannvirkjastofnun 81
07329 Fjölmenningarsetur 6
07331 Vinnueftirlit ríkisins 66
07341 Umboðsmaður skuldara 15
07400 Barnaverndarstofa 103
07700 Málefni fatlaðra 9
07750 Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins 55
07755 Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu 23
07821 Tryggingastofnun ríkisins 94
07980 Vinnumálastofnun 210
07981 Vinnumál 1
07999 Félagsmál, ýmis starfsemi 3
21210 Rekstrarfélagið Borgartúni 21 3
Heilbrigðisráðuneyti 8.217
08101 Heilbrigðisráðuneyti, aðalskrifstofa 55
08202 Sjúkratryggingar Íslands 126
08301 Landlæknir 76
08317 Lyfjastofnun 77
08327 Geislavarnir ríkisins 9
08358 Sjúkrahúsið á Akureyri 571
08373 Landspítali 4.794
08399 Heilbrigðismál, ýmis starfsemi 8
08506 Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins 645
08716 Heilbrigðisstofnun Vesturlands 274
08726 Heilbrigðisstofnun Vestfjarða 197
08757 Heilbrigðisstofnun Norðurlands 430
08777 Heilbrigðisstofnun Austurlands 299
08787 Heilbrigðisstofnun Suðurlands 397
08791 Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 225
08807 Heyrnar- og talmeinastöð Íslands 21
88374 LSH verkefni 13
Fjármála- og efnahagsráðuneyti 799
09101 Fjármála- og efnahagsráðuneyti, aðalskrifstofa 76
09103 Fjársýsla ríkisins 82
09190 Ýmis verkefni 10
09210 Skatturinn 456
09214 Yfirskattanefnd 9
09215 Skattrannsóknarstjóri ríkisins 11
09381 Lífeyrisskuldbindingar, eftirlaun 6
09901 Framkvæmdasýsla ríkisins 47
09905 Ríkiskaup 30
09977 Bankasýsla ríkisins 3
09980 Umbra – þjónustumiðstöð Stjórnarráðsins 40
09984 Ríkiseignir 16
09999 Ýmislegt 13
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti 691
10101 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti, aðalskrifstofa 44
10190 Ýmis verkefni 1
10211 Vegagerðin 358
10221 Samgöngustofa 141
10231 Rannsóknarnefnd samgönguslysa 7
10512 Póst- og fjarskiptastofnun 33
10601 Þjóðskrá Íslands 106
Umhverfis- og auðlindaráðuneyti 635
14101 Umhverfis- og auðlindaráðuneyti, aðalskrifstofa 45
14151 Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála 9
14190 Ýmis verkefni 1
14202 Náttúrurannsóknastöðin við Mývatn 2
14211 Umhverfisstofnun 117
14212 Vatnajökulsþjóðgarður 52
14216 Þjóðgarðurinn á Þingvöllum 15
14231 Landgræðsla ríkisins 66
14241 Skógræktin 64
14287 Úrvinnslusjóður 5
14301 Skipulagsstofnun 27
14310 Landmælingar Íslands 22
14401 Náttúrufræðistofnun Íslands 48
14407 Stofnun Vilhjálms Stefánssonar 5
14412 Veðurstofa Íslands 157
Samtals 19.164