Ferill 727. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1565  —  727. mál.




Svar


matvælaráðherra við fyrirspurn frá Indriða Inga Stefánssyni um löndun og vinnslu afla.


     1.      Hvert er hlutfall afla, sem er landað og sem unninn er á Íslandi, af öllum afla íslenskra fiskiskipa?
    Fiskveiðiárið 2019/2020 var 91,63% af öllum afla íslenskra skipa landað og hann unninn á Íslandi. Hlutfallið var 91,41% fiskveiðiárið 2020/2021 og 95,34% fiskveiðiárið 2021/2022.

Heildarafli íslenskra skipa fiskveiðiárið 2019/2020 var 1.010.714 tonn, þar af var 34.576 tonnum (3,42%) landað erlendis og 50.024 tonn (4,95%) flutt út í gámum.

Heildarafli íslenskra skipa fiskveiðiárið 2020/2021 var 1.051.817 tonn, þar af var 25.546 tonnum (2,43%) landað erlendis og 64.782 tonn (6,16%) flutt út í gámum.

Heildarafli íslenskra skipa fiskveiðiárið 2021/2022 var 1.498.178 tonn, þar af var 21.553 tonnum (1,44%) landað erlendis og 48.329 tonn (3,23%) flutt út í gámum.

     2.      Í hvaða löndum öðrum er íslenskum afla landað og hann unninn?
    Matvælaráðuneytið hefur einungis upplýsingar um viðtökuland á gámum með óunnum fiski frá Íslandi og löndunarstað fiskiskipa.

Af afla sem var landað erlendis fiskveiðiárið 2019/2020 af íslenskum fiskiskipum var 87% landað í Færeyjum, 3% í Hollandi, 2% á Írlandi og 7% í Noregi.

Af afla sem var landað erlendis fiskveiðiárið 2020/2021 af íslenskum fiskiskipum var 71% landað í Færeyjum, 5% í Danmörku og 24% í Noregi.

Af afla sem var landað erlendis fiskveiðiárið 2021/2022 af íslenskum fiskiskipum var 54% landað í Færeyjum, 4% í Danmörku, 1% í Bretlandi og 42% í Noregi.

Af afla sem var fluttur út í gámum fiskveiðiárið 2019/2020 fóru 24% til Bretlands, 5% til Danmerkur, 16% til Frakklands, 20% til Hollands, 7% til Póllands og 27% til Þýskalands.

Af afla sem var fluttur út í gámum fiskveiðiárið 2020/2021 fóru 24% til Bretlands, 6% til Danmerkur, 22% til Frakklands, 21% til Hollands, 2% til Póllands og 24% til Þýskalands.

Af afla sem var fluttur út í gámum fiskveiðiárið 2021/2022 fóru 23% til Bretlands, 2% til Danmerkur, 28% til Frakklands, 19% til Hollands og 27% til Þýskalands.