Ferill 609. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1571  —  609. mál.




Svar


dómsmálaráðherra við fyrirspurn frá Gísla Rafni Ólafssyni um frávísun kæra.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     1.      Hversu mörgum kærum til lögreglu var vísað frá ár hvert árin 2018–2022 á grundvelli 3. mgr. 52. gr. laga um meðferð sakamála, nr. 88/2008? Svar óskast sundurliðað eftir brotaflokkum.
     2.      Hvert var hlutfall kæra sem vísað var frá af öllum kærum ár hvert á sama tímabili?


    Samkvæmt 4. mgr. 52. gr. laga um meðferð sakamála, nr. 88/2008, vísar lögregla frá kæru um brot ef ekki þykja efni til að hefja rannsókn út af henni. Sé rannsókn hafin getur lögregla einnig hætt henni ef ekki þykir grundvöllur til að halda henni áfram, svo sem ef í ljós kemur að kæra hefur ekki verið á rökum reist eða brot er smávægilegt og fyrirsjáanlegt er að rannsóknin muni hafa í för með sér óeðlilega mikla fyrirhöfn og kostnað. Ef kæru er vísað frá eða rannsókn hætt er lögreglu skylt að tilkynna það kæranda hafi hann hagsmuna að gæta og benda honum á að hann geti kært ákvörðunina til ríkissaksóknara, sbr. 5. mgr. 52. gr. laga um meðferð sakamála.
    Eftirfarandi tafla sýnir fjölda þeirra brota sem fengið hafa ferilinn vísað frá eða rannsókn hætt hjá lögreglu eftir því ári sem brot var tilkynnt til lögreglu. Þá sýnir taflan heildarfjölda brota sem tilkynnt voru til lögreglu sama ár og hlutfall þeirra brota sem var vísað frá eða rannsókn var hætt hjá lögreglu. Bent er á að ekki hefur öllum málum verið lokið og geta þessar tölur því tekið breytingum.
    

    
Vísað frá Rannsókn hætt hjá lögreglu Heildarfjöldi skráðra brota Hlutfall mála sem var vísað frá eða rannsókn hætt
2018 121 21.504 96.865 22,3%
2019 174 17.917 94.273 19,2%
2020 177 10.418 73.954 14,3%
2021 204 14.722 82.938 18,0%
2022 170 17.161 77.079 22,5%
                                  
    Eftirfarandi tafla sýnir fjölda brota sem fengið höfðu ferilinn vísað frá og rannsókn hætt hjá lögreglu eftir því ári sem brot var tilkynnt og yfirflokki brota. Bent er á að ekki hefur öllum málum verið lokið og geta þessar tölur því tekið breytingum. Undir flokkinn umferðarlagabrot í meðfylgjandi töflu falla einkum umferðarlagabrot erlendra ferðamanna sem varða hraðakstur og ekki hefur tekist að fullnusta.

2018 2019 2020 2021 2022

Hegningarlagabrot

Auðgunarbrot 3.299 3.269 3.408 3.809 3.217
Brot á almannafriði og allsherjarreglu 2 5 7 3 9
Brot á reglum um framfærslu og atvinnuhætti 3 2 8
Brot gegn frjálsræði manna 9 7 6 14 11
Brot gegn stjórnskipun ríkisins og æðstu stjórnvöldum 2 1
Brot gegn valdstjórninni 25 25 9 8 9
Brot í opinberu starfi 15 14 6 21 5
Brot sem hafa í för með sér almannahættu 40 34 32 40 34
Kynferðisbrot 37 31 27 30 19
Landráð 1 2 2 4
Manndráp og líkamsmeiðingar 428 371 402 710 641
Peningafals og önnur brot er varða gjaldmiðil 15 29 11 15 9
Rangur framburður og rangar sakargiftir 8 30 17 21 14
Sifskaparbrot 1 2 3
Skjalafals og önnur brot er varða sýnileg sönnunargögn 89 67 63 78 40
Um skilorðsbundna frestun ákæru og skilorðsbundna dóma 1
Ýmis brot á hagsmunum almennings 1 1
Ýmis brot er varða fjárréttindi 1.564 1.473 1.510 1.787 1.403
Ærumeiðingar og brot gegn friðhelgi einkalífs 256 254 384 434 347
Annað 2 1 1
Sérrefsilagabrot 975 1.121 1.052 1.159 1.057
Umferðarlagabrot 14.857 11.355 3.653 6.781 10.507