Ferill 991. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1574  —  991. mál.




Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um verklag lögreglu og sérsveitar ríkislögreglustjóra.

Frá Arndísi Önnu Kristínardóttur Gunnarsdóttur.


     1.      Hverjar eru verklagsreglur lögreglu þegar brugðist er við ábendingum frá almenningi?
     2.      Hver tekur ákvörðun um hvort kalla skuli til sérsveit lögreglu eftir ábendingu frá almenningi og hvaða verklagsreglur gilda um það?
     3.      Þegar ákvörðun er tekin um að kalla til sérsveit lögreglu, er tekið tillit til þess sérstaklega ef líkur eru á því að börn séu á vettvangi?
     4.      Hvert er tilefni endurskoðunar þessara verklagsreglna, sbr. svar ráðherra við óundirbúinni fyrirspurn 19. september sl., og hvaða þættir eru einkum hafðir að leiðarljósi í þeirri endurskoðun?


Skriflegt svar óskast.