Ferill 992. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1575  —  992. mál.




Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um endurskoðun á framkvæmd afgreiðslu umsókna um íslenskan ríkisborgararétt.

Frá Arndísi Önnu Kristínardóttur Gunnarsdóttur.


     1.      Hvenær hófst vinna í ráðuneytinu við endurskoðun á framkvæmd afgreiðslu umsókna um íslenskan ríkisborgararétt sem samkvæmt bréfi frá ráðuneytinu til allsherjar- og menntamálanefndar, dags. 12. október 2022, hafði staðið yfir um þó nokkurt skeið? Er verkefnið með málsnúmer í málakerfi ráðuneytisins?
     2.      Lýtur endurskoðun ráðuneytisins að veitingu ríkisborgararéttar með stjórnvaldsákvörðun, sbr. III. kafla laga nr. 100/1952, að veitingu ríkisborgararéttar með lögum, sbr. II. kafla sömu laga, eða hvoru tveggja?
     3.      Hvert er tilefni endurskoðunarinnar, hver átti frumkvæðið að henni og hver eru markmiðin?
     4.      Hvaða aðilar hafa haft aðkomu að endurskoðuninni?


Skriflegt svar óskast.