Ferill 993. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1576  —  993. mál.




Fyrirspurn


til háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um námslán.

Frá Birni Leví Gunnarssyni.


     1.      Ef vaxtaálag skv. 17. og 18. gr. laga um Menntasjóð námsmanna, nr. 60/2020, reynist vera ofmetið af stjórnvöldum, telur ráðherra sanngjarnt að námsmenn greiði fyrir það ofmat?
     2.      Hvernig hafa vextir H-lána þróast frá því að þau voru tekin í notkun?


Skriflegt svar óskast.