Ferill 871. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1580  —  871. mál.




Svar


félags- og vinnumarkaðsráðherra við fyrirspurn frá Hildi Sverrisdóttur um tímabundið atvinnuleyfi erlendra sérfræðinga.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     1.      Hversu margir sóttu um tímabundið atvinnuleyfi hér á landi vegna starfs sem krefst sérfræðiþekkingar árin 2016–2022, sbr. 8. gr. laga um atvinnuréttindi útlendinga?
     2.      Hversu margir fengu slíkt atvinnuleyfi árin 2016–2022?
     3.      Hversu langan tíma tók að meðallagi að afgreiða umsóknir um slíkt atvinnuleyfi árin 2016–2022?
     4.      Hversu margir þeirra sem fengu fyrrnefnt atvinnuleyfi árin 2016–2022 hafa fengið áframhaldandi atvinnuleyfi?


    Í meðfylgjandi töflu má sjá heildarfjölda umsókna um tímabundin atvinnuleyfi á árunum 2016–2022 á grundvelli 8. gr. laga um atvinnuréttindi útlendinga, nr. 97/2002, vegna starfs sem krefst sérfræðiþekkingar, þ.m.t. umsóknir um framlengingu slíkra leyfa. Jafnframt kemur fram í töflunni meðaltal þess tíma sem afgreiðsla umsóknanna tók hjá Vinnumálastofnun en slíkar upplýsingar eru þó ekki tiltækar fyrir árin 2016 og 2017. Þá kemur fram í töflunni fjöldi veittra leyfa í tengslum við umræddar umsóknir og í hve mörgum tilvikum um var að ræða framlengd leyfi.

Tímabundin atvinnuleyfi vegna starfs sem krefst sérfræðiþekkingar (8. gr.).

Ár
Fjöldi umsókna Afgreiðslutími - meðaltal Fjöldi veittra leyfa Þar af framlengd leyfi
2022 857 24 dagar 827 470
2021 715 23 dagar 684 406
2020 609 19 dagar 572 402
2019 628 19 dagar 597 357
2018 543 21 dagur 516 317
2017 410 395 233
2016 331 325 193
    Heimild: Vinnumálastofnun.