Ferill 685. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1599  —  685. mál.




Svar


innviðaráðherra við fyrirspurn frá Loga Einarssyni um fjölda íbúða eftir byggðarlögum.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hver var fjöldi fullbúinna íbúða árið 2022 og hver var fjöldi þeirra sem búið var í? Svar óskast sundurliðað eftir byggðarlögum.

    Í meðfylgjandi töflu er að finna yfirlit yfir fjölda fullbúinna íbúða og íbúða þar sem einhver er með skráð lögheimili eftir sveitarfélögum. Setja verður þann fyrirvara við neðangreindar tölur að ekki eru allir með skráð lögheimili á tiltekna íbúð, eða um 5% heildarfjöldans. Í sumum tilvikum er búið í íbúð þó að viðkomandi sé ekki með skráð þar lögheimili, svo sem námsmenn eða aðrir sem hafa þar tímabundna búsetu en eiga annað lögheimili.

Sveitarfélag Fjöldi fullbúinna íbúða Fjöldi íbúða þar sem einhver er með skráð lögheimili
Reykjavíkurborg 56.962 48.531
Kópavogsbær 14.793 13.339
Seltjarnarnesbær 1.728 1.561
Garðabær 6.648 6.166
Hafnarfjarðarkaupstaður 10.551 9.667
Mosfellsbær 4.371 4.045
Kjósarhreppur 106 71
Reykjanesbær 8.060 7.057
Grindavíkurbær 1.129 1.054
Sveitarfélagið Vogar 503 454
Suðurnesjabær 1.296 1.175
Akraneskaupstaður 3.035 2.781
Skorradalshreppur 42 16
Hvalfjarðarsveit 271 205
Borgarbyggð 1.810 1.258
Grundarfjarðarbær 352 296
Eyja- og Miklaholtshreppur 68 30
Snæfellsbær 706 559
Stykkishólmsbær 572 428
Dalabyggð 366 220
Bolungarvíkurkaupstaður 401 327
Ísafjarðarbær 1.718 1.341
Reykhólahreppur 161 89
Tálknafjarðarhreppur 117 88
Vesturbyggð 537 381
Súðavíkurhreppur 113 81
Árneshreppur 39 13
Kaldrananeshreppur 70 44
Strandabyggð 237 163
Húnaþing vestra 597 410
Sveitarfélagið Skagaströnd 215 176
Skagabyggð 47 35
Húnabyggð 571 435
Skagafjörður 1.937 1.436
Akureyrarbær 8.717 7.287
Norðurþing 1.358 1.094
Fjallabyggð 1.086 773
Dalvíkurbyggð 764 646
Eyjafjarðarsveit 417 329
Hörgársveit 308 244
Svalbarðsstrandarhreppur 167 140
Grýtubakkahreppur 156 116
Tjörneshreppur 33 24
Þingeyjarsveit 667 400
Langanesbyggð 274 200
Fjarðabyggð 2.093 1.720
Múlaþing 2.163 1.681
Vopnafjarðarhreppur 299 237
Fljótsdalshreppur 43 30
Vestmannaeyjabær 1.855 1.549
Sveitarfélagið Árborg 4.269 3.871
Sveitarfélagið Hornafjörður 890 729
Mýrdalshreppur 279 197
Skaftárhreppur 268 127
Ásahreppur 100 67
Rangárþing eystra 777 594
Rangárþing ytra 750 607
Hrunamannahreppur 316 199
Hveragerðisbær 1.276 1.164
Sveitarfélagið Ölfus 862 764
Grímsnes- og Grafningshreppur 212 143
Skeiða- og Gnúpverjahreppur 259 152
Bláskógabyggð 506 316
Flóahreppur 259 184
Alls 151.552 129.516