Ferill 805. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1627  —  805. mál.
Síðari umræða.



Nefndarálit


um tillögu til þingsályktunar um staðfestingu ákvarðana sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 59/2021 um breytingu á XI. viðauka (Rafræn fjarskipti, hljóð- og myndmiðlun og upplýsingasamfélagið) við EES-samninginn, nr. 145/2022 og nr. 329/2022 um breytingar á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES-samninginn, nr. 333/2022 um breytingu á X. viðauka (Almenn þjónusta) við EES-samninginn og nr. 337/2022 um breytingu á XI. viðauka (Rafræn fjarskipti, hljóð- og myndmiðlun og upplýsingasamfélagið) og bókun 37 (sem inniheldur skrána sem kveðið er á um í 101. gr.) við EES-samninginn.

Frá utanríkismálanefnd.


    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Ernu Sigríði Hallgrímsdóttur og Sigríði Eysteinsdóttur frá utanríkisráðuneyti, Einar Gunnar Thoroddsen, Eggert Pál Ólason og Elísabetu Júlíusdóttur frá fjármálaráðuneyti og Rakel Birnu Þorsteinsdóttur frá menningar- og viðskiptaráðuneyti.
    Með tillögunni er leitað heimildar Alþingis til að staðfesta fyrir Íslands hönd eftirfarandi ákvarðanir sameiginlegu EES-nefndarinnar:
     1.      Ákvörðun nr. 59/2021 frá 5. febrúar 2021 um breytingu á XI. viðauka við EES-samninginn (Rafræn fjarskipti, hljóð- og myndmiðlun og upplýsingasamfélagið) við EES-samninginn og að fella inn í samninginn tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/2102 frá 26. október 2016 um aðgengi vefsetra opinberra aðila og smáforrita þeirra fyrir fartæki.
     2.      Ákvörðun nr. 145/2022 frá 29. apríl 2022 um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES-samninginn og að fella inn í samninginn tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/879 frá 20. maí 2019 um breytingu á tilskipun 2014/59/ESB að því er varðar tapþol og endurfjármögnunargetu lánastofnana og verðbréfafyrirtækja og tilskipun 98/26/EB.
     3.      Ákvörðun nr. 329/2022 frá 9. desember 2022 um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES-samninginn og að fella inn í samninginn eftirfarandi gerðir:
                  a.      Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2021/2259 frá 15. desember 2021 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 1286/2014 að því er varðar framlengingu á umbreytingarfyrirkomulagi fyrir rekstrarfélög, fjárfestingarfélög og aðila sem veita ráðgjöf um eða selja hlutdeildarskírteini verðbréfasjóða og sjóða sem ekki eru verðbréfasjóðir.
                  b.      Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2021/2261 frá 15. desember 2021 um breytingu á tilskipun 2009/65/EB að því er varðar notkun rekstrarfélaga verðbréfasjóða á lykilupplýsingaskjölum.
     4.      Ákvörðun nr. 333/2022 frá 9. desember 2022 um breytingu á X. viðauka (Almenn þjónusta) við EES-samninginn og að fella inn í samninginn reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/1724 frá 2. október 2018 um að koma á sameiginlegri stafrænni gátt til að veita aðgang að upplýsingum, málsmeðferðarreglum og aðstoð og þjónustu til lausnar á vandamálum og um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 1024/2012.
     5.      Ákvörðun nr. 337/2022 frá 9. desember 2022 um breytingu á XI. viðauka (Rafræn fjarskipti, hljóð- og myndmiðlun og upplýsingasamfélagið) og bókun 37 (sem inniheldur skrána sem kveðið er á um í 101. gr.) við EES-samninginn og að fella inn í samninginn tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/1808 frá 14. nóvember 2018 um breytingu á tilskipun 2010/13/ESB um samræmingu tiltekinna ákvæða í lögum og stjórnsýslufyrirmælum í aðildarríkjunum um hljóð- og myndmiðlunarþjónustu (tilskipun um hljóð- og myndmiðlunarþjónustu) í ljósi breytinga á markaðsaðstæðum.
    Framsetning tillögunnar telst að mati nefndarinnar í samræmi við 7. gr. reglna um þinglega meðferð EES-mála.
    Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt.
    Birgir Þórarinsson, Lilja Rafney Magnúsdóttir og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson voru fjarverandi við afgreiðslu málsins. Jóhann Friðrik Friðriksson var fjarverandi við afgreiðslu málsins en ritaði undir álitið í samræmi við 2. mgr. 29. gr. laga um þingsköp Alþingis, nr. 55/1991.

Alþingi, 24. apríl 2023.

Njáll Trausti Friðbertsson,
frsm.
Diljá Mist Einarsdóttir. Jakob Frímann Magnússon.
Jóhann Friðrik Friðriksson. Logi Einarsson. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.