Ferill 1019. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1628  —  1019. mál.




Frumvarp til laga


um breytingu á lögum um búfjárhald, nr. 38/2013 (bann við lausagöngu búfjár).

Flm.: Björn Leví Gunnarsson, Andrés Ingi Jónsson, Halldór Auðar Svansson, Halldóra Mogensen, Hanna Katrín Friðriksson, Indriði Ingi Stefánsson.


1. gr.

    8. tölul. 3. gr. laganna orðast svo: Lausagöngubann er bann sem almennt gildir nema sveitarstjórn aflétti því sérstaklega fyrir afmörkuð svæði í sveitarfélagi og auglýsi í Stjórnartíðindum, vegna einnar tegundar eða fleiri.

2. gr.

    Lög þessi taka gildi 1. janúar 2024.

Greinargerð.

    Þetta frumvarp gerir þá kröfu til sveitarstjórna að rökstyðja ákvörðun um að leyfa afmörkuð svæði fyrir lausagöngu búfjár í stað þess að það þurfi sérstaklega að rökstyðja að afmörkuðum svæðum sé lokað. Með tilliti til náttúruverndar og loftslagsmála eiga rökin að vera fyrir því að leyfa lausagöngu en ekki með því að banna lausagöngu. Slíkri ákvörðun þarf þá að fylgja viðeigandi stjórnsýslulegur rökstuðningur sem tekur tillit til umhverfissjónarmiða samkvæmt lögum og alþjóðlegum skuldbindingum.