Ferill 1022. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1631  —  1022. mál.




Fyrirspurn


til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra um raforkumál í Kjósarhreppi.

Frá Gísla Rafni Ólafssyni.


     1.      Hvenær er áætlað að þeir sex til átta bæir í Kjósarhreppi sem ekki hafa aðgang að þriggja fasa rafmagni fái aðgang að því?
     2.      Hvaða áætlanir eru um að klára lagningu rafmagns í jörð innan hreppsins?
     3.      Hvaða áætlanir eru um að tryggja það sanngirnismál að íbúar Kjósarhrepps borgi sama flutningsgjald og aðrir íbúar höfuðborgarsvæðisins, þ.m.t. íbúar Kjalarness?


Skriflegt svar óskast.