Ferill 853. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1661  —  853. mál.




Svar


heilbrigðisráðherra við fyrirspurn frá Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur um tæknifrjóvgun og stuðning vegna ófrjósemi.


     1.      Hversu margir einstaklingar gangast undir tæknifrjóvgun hérlendis árlega? Svar óskast sundurliðað eftir tæknisæðingu, glasafrjóvgun og uppsetningu á fósturvísi.
    Leitað var svara hjá Livio Reykjavík sem er eina fyrirtækið hérlendis sem sérhæfir sig í þessari þjónustu. Á árunum 2018–2022 gengust alls 2168 einstaklingar eða pör undir tæknifrjóvgun hjá Livio Reykjavík. Meðferðir sem um ræðir eru tæknisæðing, glasafrjóvgun og uppsetning á fósturvísi. Undanskilið frá þessum gögnum eru eggjagjafir og frysting eggja eða fósturvísa til frjósemisvarðveislu vegna illkynja sjúkdóms. Þess ber að geta að í sumum tilfellum gekkst sami einstaklingur (eða par) undir fleiri en eina meðferð, og/eða gekkst undir meðferðir yfir nokkur ár.

Fjöldi einstaklinga (eða para) sem gengust undir tæknifrjóvgun hjá Livio Reykjavík árin 2018–2022.

Ár
Fjöldi einstaklinga
2018 636
2019 635
2020 662
2021 748
2022 725

    Eftirfarandi töflur sýna sundurliðun eftir tæknisæðingu, glasafrjóvgun og uppsetningu á fósturvísi. Uppsetning á fósturvísi á bæði við um uppsetningu á fósturvísi í kjölfar glasafrjóvgunarmeðferðar á sama ári og uppsetningu á frystum fósturvísi frá fyrri meðferð.

Fjöldi einstaklinga (eða para) sem gengust undir tæknisæðingu hjá Livio Reykjavík árin 2018–2022.
Ár Fjöldi tæknisæðinga Fjöldi einstaklinga
2018 201 117
2019 197 116
2020 222 129
2021 234 134
2022 205 111

Fjöldi einstaklinga (eða para) sem gengust undir glasafrjóvgun hjá Livio Reykjavík árin 2018–2022.

Ár
Fjöldi meðferða Fjöldi einstaklinga
2018 510 425
2019 494 412
2020 494 396
2021 624 502
2022 604 478

Fjöldi einstaklinga (eða para) sem gengust undir uppsetningu á fósturvísi hjá Livio Reykjavík árin 2018–2022. Hér er átt við bæði uppsetningu á fósturvísi í kjölfar glasafrjóvgunarmeðferðar á sama ári og uppsetningu á frystum fósturvísi frá fyrri meðferð.

Ár
Fjöldi uppsetninga Fjöldi einstaklinga
2018 729 500
2019 768 492
2020 709 482
2021 822 563
2022 810 561

     2.      Hversu mörg börn fæðast hér á landi árlega með aðstoð tæknifrjóvgunar innan lands?
    Embætti landlæknis gefur út ársskýrslu fæðingarskrárinnar í samstarfi við Landspítala. Síðasta skráin var birt fyrir árið 2020. Tæknifrjóvganir hafa ekki verið tilkynningarskyldar til mæðraverndar eða fæðingaskrár. Góð samvinna við Livio hefur því verið forsenda skráningarinnar. Samkvæmt ársskýrslunni liggja ekki fyrir upplýsingar um fæðingar á Íslandi eftir tæknifrjóvganir sem gerðar voru erlendis, en alls fæddust 267 börn í 262 fæðingum eftir tæknifrjóvgun hjá Livio árið 2020.

Fjöldi fæðinga og fæddra barna eftir tæknifrjóvgun árið 2020.
Tæknifrjóvgun Fjöldi fæðinga Fjöldi barna
Einburafæðingar 257 257
Tvíburafæðingar 5 10
Fæðingar alls 262 267

     3.      Hversu oft á ári niðurgreiða Sjúkratryggingar Íslands tæknifrjóvgunarmeðferðir sem eru framkvæmdar á EES-svæðinu? Hver var fjöldi þeirra einstaklinga sem nutu góðs af slíkum endurgreiðslum?
    
Ár Fjöldi einstaklinga
2019 12
2020 7
2021 28
2022 62

     4.      Hvaða fjárhagslegi stuðningur býðst einstaklingum og pörum sem glíma við ófrjósemi til að standa straum af þeim kostnaði sem af þessum meðferðum hlýst?
    Heilbrigðisráðuneytið býr ekki yfir upplýsingum um hvaða fjárhagslegi stuðningur býðst fyrir utan greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga.