Ferill 1038. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1665  —  1038. mál.




Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um fitubjúg.

Frá Lilju Rafneyju Magnúsdóttur.


     1.      Er sjúkdómurinn fitubjúgur ( lipoedema) viðurkenndur af stjórnvöldum?
     2.      Hversu mörg tilfelli fitubjúgs voru greind árin 2013–2022?
     3.      Eru gerðar aðgerðir vegna fitubjúgs hér á landi, til að mynda með fitusogi? Ef svo er, hver var fjöldi slíkra aðgerða árin 2013–2022 og hver var meðalbiðtími eftir aðgerð? Ef svo er ekki, er í ráði að bjóða slíkar aðgerðir?
     4.      Hver var kostnaðarþátttaka Sjúkratrygginga Íslands vegna læknisþjónustu erlendis sakir fitubjúgs árin 2013–2022?
     5.      Hyggst ráðherra efla aðstöðu til að framkvæma aðgerðir vegna fitubjúgs líkt og gert var við uppbyggingu liðskiptaseturs við Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi?


Skriflegt svar óskast.