Ferill 1049. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1688  —  1049. mál.




Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um tollflokkun pitsuosts.

Frá Hönnu Katrínu Friðriksson.


     1.      Hvernig hyggst ráðherra bregðast við mati Alþjóðatollastofnunarinnar (WCO) um að rétt tollflokkun pitsuosts, sem blandaður hefur verið með jurtaolíu, sé í 21. kafla tollskrárinnar sem er tollfrjáls en ekki í 4. kafla sem ber 30% verðtoll og 836 kr./kg magntoll við innflutning?
     2.      Hver er afstaða ráðherra til þess ósamræmis sem varð til í hagtölum milli Íslands og Evrópusambandsins eftir að pitsuostur með jurtaolíu var færður úr 21. kafla í 4. kafla tollskrár? Hvernig samrýmist það markmiðum hins samræmda vöruflokkunarkerfis að mati ráðherra?
     3.      Hver er afstaða ráðherra til þess að ráðuneytið hafi hvorki upplýst dómara né aðila í málum nr. E-2209/2021 fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur og nr. 462/2021 fyrir Landsrétti um tilvist bréfa sem hefðu rennt frekari stoðum undir málflutning gagnaðila ríkisins?


Skriflegt svar óskast.