Ferill 956. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1699  —  956. mál.
2. umræða.



Breytingartillaga


við frumvarp til laga um Mennta- og skólaþjónustustofu.

Frá Berglindi Ósk Guðmundsdóttur.


     1.      Í stað e-liðar 1. mgr. 5. gr. komi tveir nýir stafliðir, e- og f-liður, svohljóðandi:
              e.      sjá um innkaup á vönduðum og fjölbreyttum námsgögnum á margs konar formi og styðja við notkun þeirra í skólum, m.a. með ráðgjöf, leiðsögn, námskeiðum og útgáfu leiðbeininga og fræðsluefnis,
              f.      sjá skólum fyrir vönduðum og fjölbreyttum námsgögnum á margs konar formi sem þörf er á og ekki fást aðkeypt.
     2.      3. málsl. a-liðar 4. tölul. 10. gr. orðist svo: Námsgögn sem eru keypt eða eftir atvikum gefin út samkvæmt þessari grein skulu vera á margs konar formi og taka mið af bestu þekkingu á sviði menntunar- og kennslufræða og aðalnámskráa.

Greinargerð.

    Í tillögu þessari er lagt til að útgáfa námsgagna á grunnskólastigi verði færð almennum bókaútgefendum. Markmiðið með tillögunni er að auka fjölbreytileika og nýsköpun við útgáfu námsgagna sem notuð eru við kennslu í leik-, grunn- og framhaldsskólum landsins, mæta breyttum aðstæðum í íslensku samfélagi, gera almennum bókaútgefendum kleift að hefja samkeppnisrekstur um útgáfu námsgagna og færa fyrirkomulagið nær því sem tíðkast í löndunum í kringum okkur.