Ferill 144. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1707  —  144. mál.
2. umræða.



Breytingartillaga


við frumvarp til laga um breytingu á skipulagslögum, nr. 123/2010 (uppbygging innviða).

Frá meiri hluta umhverfis- og samgöngunefndar (IÓI, FRF, HSK, NTF, OPJ).


     1.      Við 1. gr.
                  a.      Orðin „skv. 9. gr. a“ í 17. tölul. í a-lið falli brott.
                  b.      Orðin „sbr. 9. gr. a“ í 18. tölul. í a-lið og b-lið falli brott.
     2.      Orðin „sbr. 9. gr. a“ í 2. gr. falli brott.
     3.      Við 5. gr.
                  a.      Á eftir orðunum „sem ber ábyrgð á framkvæmd í flutningskerfi raforku“ í 1. mgr. komi: eða að beiðni sveitarfélags.
                  b.      1. málsl. 2. mgr. orðist svo: Beiðni framkvæmdaraðila eða sveitarfélags um skipun raflínunefndar skv. 1. mgr. skal sett fram áður en samþykkt hefur verið á fundi a.m.k. einnar sveitarstjórnar að auglýsa skipulagstillögu á grundvelli 31. gr.
                  c.      Í stað 1. málsl. 3. mgr. komi tveir málsliðir, svohljóðandi: Í raflínunefnd skulu eiga sæti einn fulltrúi hvers sveitarfélags sem viðkomandi framkvæmd á að ná til auk fulltrúa ráðherra sem fer með orkumál og fulltrúa ráðherra er fer með skipulagsmál. Sá síðastnefndi skal vera formaður nefndarinnar.
     4.      Við 7. gr.
                  a.      Í stað orðanna „um gildandi“ í 2. málsl. 3. mgr. a-liðar komi: gildandi.
                  b.      Við c-lið.
                      1.      1. mgr. falli brott.
                      2.      Orðin „framkvæmdar og“ í 1. málsl. 2. mgr. falli brott.
                      3.      3. mgr. orðist svo:
                             Tillaga að raflínuskipulagi skal gerð og kynnt ásamt umhverfisskýrslu í samræmi við 14. og 15. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana, nr. 111/2021, þar sem gefin er lýsing og mat á valkostum sem raflínunefnd hafði til skoðunar við undirbúning raflínuskipulags.
                  c.      Við d-lið.
                      1.      Í stað 1. málsl. 1. mgr. komi tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Þegar frestur til athugasemda er liðinn skal raflínunefnd fjalla um tillögu að raflínuskipulagi á nýjan leik. Við afgreiðslu tillögunnar skal hafa hliðsjón af umhverfismatsskýrslu og athugasemdum sem borist hafa við tillöguna og umhverfismatsskýrslu.
                      2.      2. og 3. málsl. 4. mgr. orðist svo: Ráðherra skal við ákvörðunina hafa hliðsjón af umhverfismatsskýrslu og athugasemdum við tillöguna og umhverfismatsskýrsluna og taka mið af gildandi landsskipulagsstefnu. Ráðherra skal einnig taka mið af ákvæðum raforkulaga, gildandi stefnu stjórnvalda um flutningskerfi raforku og samþykktri kerfisáætlun.
                  d.      Við bætist nýr liður, e-liður (11. gr. e), svohljóðandi:

                        Heimild til að sameina skýrslugerð um umhverfismat raflínu samkvæmt lögum nr. 111/2021 og skýrslugerð um umhverfismat raflínuskipulagstillögu samkvæmt lögum þessum.

                     Liggi ekki fyrir umhverfismat vegna raflínu á grundvelli málsmeðferðar skv. IV. kafla laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana, nr. 111/2021, er heimilt að vinna tillögu að raflínuskipulagi og umhverfismati þess og kynna samhliða mati á umhverfisáhrifum hlutaðeigandi framkvæmdar, sbr. 5. mgr. 12. gr. laga þessara og 9. gr. laga nr. 111/2021. Skal þá samþætta skýrslugerð um umhverfisáhrif framkvæmdarinnar og umhverfismat raflínuskipulagstillögunnar samkvæmt lögum nr. 111/2021. Ráðherra skal kveða nánar á um slíka sameiginlega skýrslugerð, kynningu og málsmeðferð í reglugerð.
                     Þegar frestur til athugasemda er liðinn skal raflínunefnd fjalla um tillögu að raflínuskipulagi á nýjan leik og á grundvelli niðurstöðu mats á umhverfisáhrifum taka afstöðu til þess hvaða valkostur skuli valinn ef leyfi verður veitt og að hvaða skilyrðum uppfylltum. Um málsmeðferð gilda að öðru leyti ákvæði 2. og 3. mgr. 11. gr. d.
                     Komist raflínunefnd ekki að sameiginlegri niðurstöðu um samþykkt tillögunnar innan átta vikna frá því að afstaða sveitarfélaganna lá fyrir skal auglýstri tillögu vísað til ráðherra sem tekur ákvörðun um val á valkosti og hvaða skilyrðum framkvæmdin skuli háð í skilmálum skipulagsins. Ráðherra skal við ákvörðunina leggja álit Skipulagsstofnunar um umhverfismat framkvæmdar til grundvallar og taka mið af gildandi landsskipulagsstefnu. Að öðru leyti gilda ákvæði 4. og 5. mgr. 11. gr. d.
     5.      Við c-lið 9. gr.
                  a.      Orðin „skv. 9. gr. a“ í 2. málsl. falli brott.
                  b.      Í stað orðanna „við ákvæði“ í 3. málsl. komi: að ákvæðum.
     6.      Efnismálsliður b-liðar 14. gr. orðist svo: Raflínunefnd greiðir af innheimtu framkvæmdaleyfisgjaldi fyrir vinnu skipulagsfulltrúa við eftirlit.
     7.      Í stað dagsetningarinnar „1. febrúar 2023“ í 19. gr. komi: 1. nóvember 2023.