Ferill 1057. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1729  —  1057. mál.




Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um ættleiðingu barna og stöðu barna þegar foreldri fellur frá.

Frá Vilhjálmi Árnasyni.


     1.      Hversu margar umsóknir um stjúpættleiðingu eða frumættleiðingu hafa borist Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu ár hvert árin 2018–2022 þar sem annað blóðforeldrið er látið? Óskað er eftir sundurliðun eftir árum og aldri barna við umsókn ár hvert.
     2.      Í hve mörgum tilvikum var leitað umsagna náinna skyldmenna og þá hverra?
     3.      Hve mörgum umsóknum var hafnað og hversu margar voru samþykktar?
     4.      Hversu margar umsóknir um stjúpættleiðingu eða frumættleiðingu eru óafgreiddar hjá embættinu þar sem annað eða báðir foreldrar eru látnir?
     5.      Hefur ráðherra sett skýrar verklagsreglur fyrir sýslumenn til þess að vinna eftir, sbr. 46. gr. b laga nr. 76/2003, og tryggja þannig og vernda réttindi barnsins til framtíðar? Ef ekki, má vænta þess að slíkar verklagsreglur verði settar?


Skriflegt svar óskast.