Ferill 787. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1735  —  787. mál.




Svar


fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn frá Bergþóri Ólasyni um uppsafnaðan halla ríkissjóðs.


    Uppsafnaður heildarhalli ríkissjóðs árin 2020–2027 er áætlaður rúmlega 826 milljarðar kr. Er þá miðað við A1-hluta ríkissjóðs sem er sá hluti ríkissjóðs sem fellur undir 1. gr. fjárlaga og töluleg skilyrði 7. gr. laga um opinber fjármál 1 og gildandi fjármálaáætlun fyrir árin 2023–2027. Áætluð heildarafkoma á ári kemur fram í meðfylgjandi töflu. Eins og tölurnar bera með sér varð gríðarlegur halli á afkomu ríkisfjármála af völdum efnahagslegra áhrifa kórónuveirufaraldursins og veigamikilla mótvægisráðstafana stjórnvalda. Sá halli tók að ganga til baka þegar á árinu 2021 og hefur verið undið enn frekar ofan af honum með fjárlögum fyrir árin 2022 og 2023. Samkvæmt nýframlagðri fjármálaáætlun verður haldið áfram á sömu braut í markvissum skrefum og afkomunni snúið aftur í afgang innan nokkurra ára.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.







1    Nánar er fjallað um flokkun ríkisaðila í 6. kafla fjárlagafrumvarps fyrir árað 2023 og í viðauka 1 um reikningshaldslega framsetningu opinberra fjármála í fjármálaáætlun fyrir árin 2023–2027.