Ferill 1067. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1757  —  1067. mál.




Fyrirspurn


til matvælaráðherra um heimavigtun og endurvigtun sjávarafla.

Frá Sigurjóni Þórðarsyni.


     1.      Hefur ráðuneytið tekið til greina úrbótatillögur sem fram koma í skýrslu Ríkisendurskoðunar frá 2019 um eftirlit Fiskistofu, svo sem um endurbætur á fyrirkomulagi endurvigtunar og heimavigtunar sjávarafla?
     2.      Telur ráðherra að fiskvinnslur sem hafa endurvigtunar- og/eða heimavigtunarleyfi hafi samkeppnisforskot á aðrar fiskvinnslur sem hafa ekki slík leyfi?
     3.      Hversu margir aðilar eru með heimavigtunarleyfi og hvað hafa umræddir aðilar yfir miklum aflaheimildum að ráða?
     4.      Telur ráðherra koma til greina að leggja af heimavigtun og endurvigtun, þannig að vigtun sjávarafla fari ávallt fram með sama hætti? Ef ekki, hverjar eru röksemdirnar fyrir því?


Skriflegt svar óskast.