Ferill 1070. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1760  —  1070. mál.




Fyrirspurn


til utanríkisráðherra um rússneska togara á Reykjaneshrygg.

Frá Diljá Mist Einarsdóttur.


     1.      Hefur ráðherra upplýsingar um hvers vegna rússneskir togarar sem stunda veiðar á karfa á Reykjaneshrygg fá þjónustu í færeyskum höfnum þrátt fyrir bann Norðaustur-Atlantshafsfiskveiðinefndarinnar (NEAFC) þar um? Ef svo er, hverjar eru ástæðurnar?
     2.      Hefur ráðherra gert athugasemd við stjórnvöld í Færeyjum og Danmörku varðandi þessa þjónustu færeyskra hafna við rússneska togara?
     3.      Hver hafa viðbrögð íslenskra yfirvalda verið við því að rússneskir togarar, sem sigla vegna þessa um íslenska lögsögu, hafa verið staðnir að því að toga yfir fjarskiptastrengi?

Skriflegt svar óskast.