Ferill 1072. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1767  —  1072. mál.




Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um niðurfellingu skráningar trúfélaga.

Frá Indriða Inga Stefánssyni.


    Hefur sýslumaður fellt skráningu trúfélags eða lífsskoðunarfélags úr gildi á grundvelli 6. gr. laga nr. 108/1999 vegna þess að félag hefur vanrækt skyldur sínar gagnvart lögum eða brotið lög og reglur? Ef svo er, hverjar voru ástæður niðurfellingarinnar? Ef svo er ekki, hefur komið til skoðunar í ráðuneytinu að skerpa á þessari heimild sýslumanns til að beita úrræðinu?


Skriflegt svar óskast.