Ferill 993. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1776  —  993. mál.




Svar

háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra við fyrirspurn frá Birni Leví Gunnarssyni um námslán.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     1.      Ef vaxtaálag skv. 17. og 18. gr. laga um Menntasjóð námsmanna, nr. 60/2020, reynist vera ofmetið af stjórnvöldum, telur ráðherra sanngjarnt að námsmenn greiði fyrir það ofmat?
     2.      Hvernig hafa vextir H-lána þróast frá því að þau voru tekin í notkun?

    Fyrirspurnin var send til umsagnar Menntasjóðs námsmanna og eru eftirfarandi svör byggð á upplýsingum frá sjóðnum.
    Í lögum um Menntasjóð námsmanna, nr. 60/2020, er gengið út frá að sjóðurinn sé sjálfbær um námslán fyrir utan 30% styrk eða lækkun á höfuðstóli láns og styrk vegna framfærslu barna. Á þeim forsendum eru vextir á námslánum breytilegir og taka mið af þeim vaxtakjörum sem ríkissjóði bjóðast á hverjum tíma. Vaxtakostnaður af endurgreiðslum námslána er því mismunandi eftir þeim aðstæðum sem uppi eru í þjóðfélaginu á hverjum tíma. Á sömu forsendum er vaxtaálagið breytilegt þar sem það skal standa undir væntum afföllum af endurgreiðslu námslána. Greiðendur námslána á hverjum tíma eru því með óbeinum hætti að greiða fyrir vanskil annarra greiðenda. Vaxtaálagið er endurmetið og tekur mið af vanskilum á hverjum tíma. Í háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti er verið að fara yfir athugasemdir sem borist hafa um framkvæmd laga um Menntasjóð vegna skýrslu um endurskoðun laganna sem ráðherra mun flytja á haustþingi.
    Meðfylgjandi er yfirlit yfir vexti að viðbættu vaxtaálagi frá því að lögin tóku gildi.

Þróun vaxta:
Vextir
Vaxtatímabil Verðtryggðir Óverðtryggðir
01.07.2020 31.07.2020 0,46% 2,16%
01.08.2020 31.08.2020 0,13% 2,00%
01.09.2020 30.09.2020 0,20% 1,81%
01.10.2020 31.10.2020 -0,10% 1,82%
01.11.2020 30.11.2020 -0,74% 1,84%
01.12.2020 31.12.2020 -0,05% 2,06%
01.01.2021 31.01.2021 0,81% 1,75%
01.02.2021 28.02.2021 0,79% 1,84%
01.03.2021 31.03.2021 0,76% 2,05%
01.04.2021 30.04.2021 0,66% 1,90%
01.05.2021 31.05.2021 0,66% 2,27%
01.06.2021 30.06.2021 0,43% 2,59%
01.07.2021 31.07.2021 0,65% 2,98%
01.08.2021 31.08.2021 0,85% 2,98%
01.09.2021 30.09.2021 0,73% 2,83%
01.10.2021 31.10.2021 0,63% 2,88%
01.11.2021 30.11.2021 0,44% 3,06%
01.12.2021 31.12.2021 0,55% 3,25%
01.01.2022 31.01.2022 0,48% 3,61%
01.02.2022 28.02.2022 0,46% 3,65%
01.03.2022 31.03.2022 0,60% 3,95%
01.04.2022 30.04.2022 0,43% 4,15%
01.05.2022 31.05.2022 0,11% 5,47%
01.06.2022 30.06.2022 0,42% 4,90%
01.07.2022 31.07.2022 1,15% 6,60%
01.08.2022 31.08.2022 1,40% 6,99%
01.09.2022 30.09.2022 2,02% 6,97%
01.10.2022 31.10.2022 2,49% 7,13%
01.11.2022 30.11.2022 2,79% 6,92%
01.12.2022 31.12.2022 2,50% 7,02%
01.01.2023 31.01.2023 2,79% 7,30%
01.02.2023 01.03.2023 2,68% 7,68%
01.03.2023 01.04.2023 2,47% 7,99%
01.04.2023 01.05.2023 2,13% 9,00% 9,12%*
01.05.2023 2,78% 9,00% 9,09%*
    * Vaxtaþak óverðtryggðra lána er 9%.
    * Vaxtaþak verðtryggðra lána er 4%.