Ferill 1105. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1815  —  1105. mál.




Fyrirspurn


til háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um kynjahlutfall í háskólanámi.

Frá Bryndísi Haraldsdóttur.


     1.      Hvert var kynjahlutfall nýskráðra háskólanema á Íslandi árin 2016–2022?
     2.      Hefur kynjahlutfall nýskráðra háskólanema á Íslandi verið borið saman við hlutfallið í öðrum löndum innan Efnahags- og framfarastofnunarinnar? Ef svo er, hvernig kemur sá samanburður út?
     3.      Hvert var kynjahlutfall útskrifaðra háskólanema á Íslandi árin 2016–2021?
     4.      Telur ráðherra kynjahlutfall við skráningu og útskrift ásættanlegt? Ef ekki, hyggst ráðherra grípa til einhverra aðgerða til þess að stuðla að jafnara kynjahlutfalli?


Skriflegt svar óskast.