Ferill 1001. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1826  —  1001. mál.




Svar


matvælaráðherra við fyrirspurn frá Lilju Rannveigu Sigurgeirsdóttur um varnarlínur sauðfjársjúkdóma.


     1.      Hvaða varnarlínum sauðfjársjúkdóma hefur ráðherra ákveðið að skuli viðhalda, sbr. 12. gr. laga um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, nr. 25/1993, og hvernig flokkast þær í aðalvarnarlínur og aukavarnarlínur?
    Ráðherra ákveður viðhald varnarlína að fengnum tillögum Matvælastofnunar þar um. Flokkun varnarlína í aðalvarnarlínur og aukavarnarlínur er skilgreind í auglýsingu nr. 88/2018, um varnarlínur vegna sauðfjársjúkdóma.
    Fyrir árið 2023 hefur ráðherra samþykkt tillögur Matvælastofnunar um viðhald á eftirfarandi varnarlínum:

Tafla 1. Línur sem eru á viðhaldsáætlun 2023 og lýsing á staðsetningu þeirra.

Lína Lýsing
2. Kaldadalslína / Sogs- og Bláskógalína Sog frá Ölfusá um Þingvallavatn og úr því um Ármannsfell í Hvalfjarðarlínu við Kvígindisfell.
4. Hvalfjarðarlína Úr Hvalfirði við Múlafjall um Hvalvatn að Kvígindisfelli að Brunnum við Uxahryggi í Hrúðurkarla við Þórisjökul.
5. Snæfellslína Úr Skógarnesi um Ljósufjöll í Álftafjörð.
6. Hvammsfjarðarlína Úr Hvammsfirði milli Þorbergsstaða og Hrútsstaða um Laxárdalsheiði í Hrútafjörð sunnan Fjarðarhorns.
7. Gilsfjarðarlína Úr Gilsfirði um Snartartungu í Bitrufjörð.
9. Tvídægrulína Úr Hvammsfjarðarlínu við Skeggöxl um Kvíslavötn og Arnarvatn stóra í Langjökul við Jökulstalla.
10. Miðfjarðarlína Úr Miðfirði um Miðfjarðarvatn í Arnarvatn stóra.
12. Kjalarlína Milli Langjökuls og Hofsjökuls.
13. Héraðsvatnalína Héraðsvötn og Austari-Jökulsá.
17. Fjallalína Jökulsá á Fjöllum.
20. Reyðarfjarðarlína Úr Reyðarfirði upp með þjóðvegi og þaðan upp í Áreyjatind. Úr Áreyjatindi í Sandfell og þaðan niður í Gilsá í Grímsá. Grímsá í mörk Vaðs og Geirólfsstaða og þaðan yfir í Hallormsstaðargirðingar í Gilsá í Gilsárdal í Löginn.
24. Kýlingarlína / Tungnaárlína Frá Botnjökli í Mýrdalsjökli um Mælifellssand í Torfajökul, frá Hábarmi um Kirkjufellsvatn í Tungnaá og þaðan að Jökulgrindum í Vatnajökli.
26. Þjórsárlína Þjórsá.

     2.      Hver hefur kostnaður verið við viðhald varnarlína á landinu á árunum 2018–2022? Svar óskast sundurliðað eftir einstökum varnarlínum og árum.

Tafla 2. Samþykkt kostnaðaráætlun fyrir viðhald varnarlína árin 2018–2022 eftir einstökum varnarlínum og heildar raunkostnaður við viðhald varnarlína fyrir árin 2018–2022.

Lína 2018 2019 2020 2021 2022
2. Kaldadalslína / Sogs- og Bláskógalína 0 kr. 3.700.000 kr. 3.700.000 kr. 1.700.000 kr. 2.000.000 kr.
4. Hvalfjarðarlína 12.000.000 kr. 11.000.000 kr. 0 kr. 500.000 kr. 500.000 kr.
5. Snæfellslína 2.700.000 kr. 3.700.000 kr. 3.700.000 kr. 4.700.000 kr. 3.000.000 kr.
6. Hvammsfjarðarlína 3.800.000 kr. 3.700.000 kr. 3.700.000 kr. 3.000.000 kr. 3.000.000 kr.
7. Gilsfjarðarlína 850.000 kr. 850.000 kr. 1.600.000 kr. 1.200.000 kr. 1.200.000 kr.
9. Tvídægrulína 6.700.000 kr. 9.000.000 kr. 9.000.000 kr. 4.500.000 kr. 4.500.000 kr.
10. Miðfjarðarlína 4.000.000 kr. 4.000.000 kr. 5.000.000 kr. 6.000.000 kr. 6.000.000 kr.
11. Vatnsneslína 4.000.000 kr. 5.000.000 kr. 3.300.000 kr. 4.200.000 kr. 2.000.000 kr.
12. Kjalarlína 4.000.000 kr. 4.300.000 kr. 5.000.000 kr. 4.300.000 kr. 4.500.000 kr.
13. Héraðsvatnalína 0 kr. 0 kr. 0 kr. 150.000 kr. 200.000 kr.
17. Fjallalína 0 kr. 50.000 kr. 100.000 kr. 100.000 kr. 100.000 kr.
20. Reyðarfjarðarlína 500.000 kr. 500.000 kr. 9.250.000 kr. 5.000.000 kr. 5.000.000 kr.
24. Kýlingarlína / Tungnaárlína 0 kr. 600.000 kr. 600.000 kr. 600.000 kr. 800.000 kr.
26. Þjórsárlína 0 kr. 0 kr. 50.000 kr. 50.000 kr. 100.000 kr.
SAMTALS ÁÆTLAÐ 38.550.000 kr. 46.400.000 kr. 45.000.000 kr. 36.000.000 kr. 32.900.000 kr.
RAUNKOSTNAÐUR 40.547.832 kr. 59.174.627 kr. 52.789.478 kr. 38.069.395 kr. 33.199.172 kr.

     3.      Hversu margir línubrjótar voru skráðir árið 2022? Svar óskast sundurliðað eftir einstökum varnarlínum.

Tafla 3. Heildaryfirlit yfir línubrjóta árið 2022 eftir varnarlínum, aldri og kyni línubrjóta.

Varnarlína Ær Veturgamalt Hrútar Lömb Samtals
Brúarárlína 1 0 0 3 4
Gilsfjarðarlína 6 2 0 7 15
Hamarsfjarðarlína 2 0 0 8 10
Héraðsvatnalína 2 0 0 3 5
Hvalfjarðarlína 1 1 2 2 6
Hvalfjarðarlína og Sogs- og Bláskógalína 3 0 0 3 6
Hvammsfjarðarlína 3 6 0 6 15
Hvítárlína 13 7 0 18 38
Jökulsárlína 3 0 0 7 10
Kjalarlína 6 0 0 11 17
Kjalarlína og Þjórsárlína 1 0 0 2 3
Kjalarlína, Þjórsárlína o.fl. 1 0 0 1 2
Kollafjarðarlína 1 0 0 2 3
Lagarfljótslína 4 1 0 5 10
Markarfljótslína 1 0 0 1 2
Miðfjarðarlína 9 1 0 13 23
Reyðarfjarðarlína 2 0 0 4 6
Skjálfandalína 4 1 0 7 12
Snæfellslína 7 0 0 12 19
Tungnárlína 4 4 0 12 20
Tvídægrulína 4 3 0 10 17
Úr Húna- og Skagahólfi í Vesturlandshólf 0 0 0 2 2
Úr Miðfjarðarhólfi og fór í Vesturlandshólf 1 1 0 1 3
Úr Vesturlandshólfi yfir í Grímsnes- og Laugardalshólf 1 0 0 2 3
Vatnsneslína 0 2 1 2 5
Þjórsárlína 4 1 0 7 12
Ekki skráð 0 1 0 2 3
SAMTALS 84 31 3 153 271

     4.      Hver er áætlaður kostnaður vegna fyrirhugaðs viðhalds varnarlína á yfirstandandi ári? Svar óskast sundurliðað eftir einstökum varnarlínum.

Tafla 4. Kostnaðaráætlun vegna viðhalds varnarlína 2023.

Lína Kostnaðaráætlun 2023
2. Kaldadalslína / Sogs- og Bláskógalína 2.500.000 kr.
4. Hvalfjarðarlína 600.000 kr.
5. Snæfellslína 3.500.000 kr.
6. Hvammsfjarðarlína 5.000.000 kr.
7. Gilsfjarðarlína 1.500.000 kr.
9. Tvídægrulína 8.000.000 kr.
10. Miðfjarðarlína 7.000.000 kr.
12. Kjalarlína 5.000.000 kr.
13. Héraðsvatnalína 250.000 kr.
17. Fjallalína 150.000 kr.
20. Reyðarfjarðarlína 5.500.000 kr.
24. Kýlingarlína / Tungnaárlína 1.000.000 kr.
26. Þjórsárlína 150.000 kr.
SAMTALS 40.150.000 kr.

     5.      Hyggst ráðherra grípa til einhverra sérstakra aðgerða varðandi viðhald eða endurnýjun varnarlína milli Miðfjarðarhólfs og aðliggjandi varnarhólfa á yfirstandandi ári?
    Í kjölfar þess að riðutilfelli komu upp í Miðfjarðarhólfi lagði Matvælastofnun fram tillögur um auknar fjárveitingar til viðhalds á Tvídægrulínu og Hvammsfjarðarlínu milli Vesturlandshólfs og Miðfjarðarhólfs svo mögulegt væri að skipta út verst förnu hlutum girðinganna og gera þær vel fjárheldar. Ráðherra samþykkti tillögur Matvælastofnunar um hækkun á fjárveitingu til viðhalds á Hvammsfjarðarlínu úr 3,5 millj. kr. í 5,0 millj. kr. og á Tvídægrulínu úr 5,0 millj. kr. í 8,0 millj. kr.