Ferill 948. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1831  —  948. mál.
2. umræða.



Nefndarálit með breytingartillögu


um frumvarp til laga um breytingar á lögum um handiðnað, nr. 42/1978 (útgáfa sveinsbréfa).

Frá atvinnuveganefnd.


    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Brynhildi Pálmarsdóttur og Ólaf Grétar Kristjánsson frá háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti.
    Nefndinni barst umsögn frá Samtökum iðnaðarins og sameiginleg umsögn Rafiðnaðarsambands Íslands, VM – Félags vélstjóra og málmtæknimanna, BYGGIÐN – Félags byggingamanna og MATVÍS.
    Með frumvarpinu er lagt til að útgáfa sveinsbréfa verði færð frá háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti til sýslumanns. Ekki er um að ræða breytingu á efnislegu inntaki sveinsbréfa eða þeim réttindum sem veitt eru handhöfum heldur snúa breytingarnar eingöngu að því að nýr ríkisaðili standi að útgáfu sveinsbréfa.
    Nefndin leggur til eina breytingu á málinu sem er tæknilegs eðlis og snýr að gildistökuákvæði frumvarpsins. Breytingunni er ekki ætlað að hafa efnisleg áhrif.
    Nefndin er einhuga um afgreiðslu málsins og leggur til að það verði samþykkt með eftirfarandi

BREYTINGU:


    2. mgr. 3. gr. orðist svo:
    Við gildistöku laga þessara tekur sýslumaður við meðferð umsókna um sveinsbréf sem ekki er lokið hjá ráðherra.

    Berglind Ósk Guðmundsdóttir var fjarverandi við afgreiðslu málsins en skrifar undir álitið með heimild í 2. mgr. 29. gr. þingskapa.

Alþingi, 22. maí 2023.

Stefán Vagn Stefánsson,
form.
Berglind Ósk Guðmundsdóttir,
frsm.
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir.
Friðjón R. Friðjónsson. Gísli Rafn Ólafsson. Hanna Katrín Friðriksson.
Sigurjón Þórðarson. Teitur Björn Einarsson. Þórarinn Ingi Pétursson.