Ferill 978. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1833  —  978. mál.
Síðari umræða.



Nefndarálit


um tillögu til þingsályktunar um aðgerðaáætlun í málefnum hönnunar og arkitektúrs fyrir árin 2023–2026.

Frá meiri hluta atvinnuveganefndar.


    Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Sigrúnu Brynju Einarsdóttur og Kristrúnu Heiðu Hauksdóttur frá menningar- og viðskiptaráðuneyti.
    Nefndinni bárust umsagnir um málið frá Hönnunarsafni Íslands, Minjastofnun Íslands, Myndstefi, Samtökum iðnaðarins og Viðskiptaráði Íslands.
    Með tillögunni er lagt til að unnið verði samkvæmt aðgerðaáætlun, sem lögð er til, á sviðum hönnunar og arkitektúrs fyrir árin 2023–2026. Aukin áhersla verði lögð á markvissa nýtingu á aðferðafræði hönnunar og arkitektúrs en það sé til þess fallið að auka lífsgæði með verðmætasköpun, nýsköpun og sjálfbærni fyrir samfélagið í heild að leiðarljósi.
    Meiri hlutinn leggur til að tillagan verði samþykkt óbreytt.
    Berglind Ósk Guðmundsdóttir var fjarverandi við afgreiðslu málsins en skrifar undir álitið með heimild í 2. mgr. 29. gr. þingskapa.

Alþingi, 22. maí 2023.

Stefán Vagn Stefánsson,
form., frsm.
Berglind Ósk Guðmundsdóttir. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir.
Friðjón R. Friðjónsson. Teitur Björn Einarsson. Þórarinn Ingi Pétursson.