Ferill 1113. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1847  —  1113. mál.




Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um afeitrun vegna áfengismeðferðar.

Frá Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur.


     1.      Styðja gagnreyndar rannsóknir tíu daga afeitrunarmeðferð fólks með fíknisjúkdóma sem innritast inn á Sjúkrahúsið Vogi?
     2.      Er tíu daga afeitrunarmeðferðin stöðluð með þeim hætti að öll sem leita slíkrar heilbrigðisþjónustu hljóti sömu meðferð?
     3.      Kemur til álita af hálfu ráðherra að afeitrunarmeðferð vegna fíknisjúkdóma verði einstaklingsmiðaðri svo að stuðla megi að bættri nýtingu sjúkrarýma á sjúkrahúsinu Vogi?
     4.      Hver er kostnaður Sjúkratrygginga Íslands á hvern sjúkling af 8., 9. og 10. degi afeitrunarmeðferðar?
     5.      Kemur til álita af hálfu ráðherra að vinna markvisst að því að fækka innlögnum og auka göngudeildar- og lágþröskuldaþjónustu fyrir fólk með fíknivanda?


Skriflegt svar óskast.