Ferill 948. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1894  —  948. mál.




Frumvarp til laga



um breytingu á lögum um handiðnað, nr. 42/1978 (útgáfa sveinsbréfa).

(Eftir 2. umræðu, 30. maí.)


1. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 12. gr. laganna:
     a.      Í stað orðsins „Ráðherra“ í 3. mgr. kemur: Sýslumaður.
     b.      Á eftir 3. mgr. kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
                  Nú synjar sýslumaður um útgáfu sveinsbréfs og er þá rétt að bera málið undir ráðherra. Enn fremur getur aðili leitað úrskurðar dómstóla.

2. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 13. gr. laganna:
     a.      Á eftir orðinu „meistarabréf“ í 1. mgr. kemur: og sveinsbréf.
     b.      Við 3. mgr. bætast tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Ráðherra er í reglugerð heimilt að ákveða að þau verkefni sem sýslumanni eru falin í lögum þessum verði á hendi eins sýslumanns. Ákvörðun skal tekin að höfðu samráði við þann ráðherra sem fer með málefni sýslumanna.

3. gr.

    Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2024.
    Við gildistöku laga þessara tekur sýslumaður við meðferð umsókna um sveinsbréf sem ekki er lokið hjá ráðherra.