Ferill 1183. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 2070  —  1183. mál.




Fyrirspurn


til forsætisráðherra um uppbyggingu stórskipahafnar í Finnafirði.

Frá Andrési Inga Jónssyni.


     1.      Hafa hugmyndir um fjárfestingar þýska hafnarrekstrarfélagsins Bremenports til uppbyggingar stórskipahafnar í Finnafirði verið metnar miðað við möguleg áhrif á þjóðaröryggi, m.a. í ljósi frétta af því að kínversk stjórnvöld kunni að vera fjárhagslegur bakhjarl verkefnisins að einhverju leyti?
     2.      Hafa samstarfsaðilar Íslands í varnar- og öryggismálum lýst áhuga á því að koma að uppbyggingunni með formlegum eða óformlegum hætti, m.a. í ljósi frétta af því að sjóher Bandaríkjanna hafi hug á að ná varanlegri fótfestu hér á landi?


Skriflegt svar óskast.