Ferill 1046. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 2164  —  1046. mál.




Svar


félags- og vinnumarkaðsráðherra við fyrirspurn frá Viðari Eggertssyni um ellilífeyri.


     1.      Hversu margir á aldrinum 65–66 ára fengu ellilífeyri frá TR árið 2022? Svar óskast sundurliðað eftir kyni.
     2.      Hversu margir 67 ára og eldri fengu ellilífeyri frá TR árið 2022? Svar óskast sundurliðað eftir aldri og kyni.

    Samkvæmt upplýsingum sem ráðuneytið hefur aflað frá Tryggingastofnun var fjöldi þeirra sem eru á aldrinum 65–66 ára og fengu greiddan ellilífeyri frá stofnuninni í nóvember árið 2022 alls 444. Fjöldi þeirra sem eru 67 ára og eldri og fengu greiddan ellilífeyri frá stofnuninni á sama tíma er samtals 38.476. Í eftirfarandi töflu er sundurliðun eftir aldri og kyni.

Aldursbil Karlar Konur Samtals
65–66 201 243 444
67–69 2.804 3.681 6.485
70–79 10.029 11.667 21.696
80–89 3.914 4.866 8.780
90–99 597 904 1.501
100+ 9 5 14
Samtals 17.554 21.366 38.920

     3.      Hversu margir 67 ára og eldri fengu óskertan ellilífeyri frá TR árið 2022? Svar óskast sundurliðað eftir aldri og kyni.
    Samkvæmt upplýsingum Tryggingastofnunar var fjöldi þeirra sem fékk greiddan ellilífeyri frá Tryggingastofnun í nóvember árið 2022 án þess að um lækkun vegna tekna væri að ræða samtals 1.648 einstaklingar. Í eftirfarandi töflu er sundurliðun eftir aldri og kyni.

Aldursbil Karlar Konur Samtals
65–66 3 4 7
67–69 150 185 335
70–79 350 501 851
80–89 135 232 367
90–99 35 53 88
100+ - - -
Samtals 673 975 1.648

     4.      Hversu margir 67 ára og eldri fengu engan ellilífeyri frá TR árið 2022? Svar óskast sundurliðað eftir aldri og kyni.
     Ekki liggja fyrir upplýsingar um fjölda þeirra sem kunna að eiga rétt á ellilífeyri en hafa ekki sótt um hann hjá Tryggingastofnun. Hefur stofnunin eingöngu upplýsingar um fjölda þeirra sem sóttu um ellilífeyri en fengu ekki greiðslur og voru það 3.127 einstaklingar í nóvember árið 2022. Í eftirfarandi töflu er sundurliðun eftir aldri og kyni.

Aldursbil Karlar Konur Samtals
65–66 12 3 15
67–69 203 145 348
70–79 917 653 1.570
80–89 582 432 1.014
90–99 84 95 179
100+ 1 - 1
Samtals 1.799 1.328 3.127

     5.      Hversu margir á vinnumarkaði fengu jafnframt ellilífeyri frá TR árið 2022? Svar óskast sundurliðað eftir aldri og kyni.
    Samkvæmt upplýsingum Tryggingastofnunar fengu alls 3.949 einstaklingar greiddan ellilífeyri frá Tryggingastofnun í nóvember árið 2022 sem höfðu jafnframt atvinnutekjur. Sundurliðun eftir aldri og kyni er í eftirfarandi töflu.

Aldursbil Karlar Konur Samtals
65–66 55 48 103
67–69 656 521 1.177
70–79 1.555 775 2.330
80–89 223 86 309
90–99 18 12 30
100+ - - -
Samtals 2.507 1.442 3.949

     6.      Hefur þeim fjölgað sem hafa atvinnutekjur og fá jafnframt greiddan ellilífeyri frá TR eftir að frítekjumark atvinnutekna hækkaði árið 2022? Svar óskast sundurliðað eftir aldri og kyni.
    Samkvæmt upplýsingum Tryggingastofnunar fjölgaði þeim sem fengu greiddan ellilífeyri frá Tryggingastofnun og höfðu jafnframt atvinnutekjur milli nóvember 2021 og nóvember 2022 og nam aukningin 200 einstaklingum eða 5% fjölgun hjá þeim sem eru 67 ára og eldri. Ef eingöngu er litið til þeirra sem eru 70 ára og eldri fjölgaði einstaklingunum um 132. Bæði árin eru konur eru um 32–33% þeirra einstaklinga sem hafa atvinnutekjur samhliða töku ellilífeyris eftir 70 ára aldur. Í eftirfarandi töflu eru upplýsingarnar sundurliðaðar eftir aldri og kyni.

Aldursbil 2021 2022 Mismunur Fjölgun
67–69 1.109 1.177 68 6%
Karlar 631 656 25 4%
Konur 478 521 43 9%
70–79 2.194 2.330 136 6%
Karlar 1.473 1.555 82 6%
Konur 721 775 54 7%
80–89 304 309 5 2%
Karlar 222 223 1 0%
Konur 82 86 4 5%
90–99 39 30 –9 –23%
Karlar 22 18 –4 –18%
Konur 17 12 –5 –29%
100+ 0 0 0
Karlar 0 0 0
Konur 0 0 0
Samtals 3.646 3.846 200 5%
Karlar 2.348 2.452 104 4%
Konur 1.298 1.394 96 7%