Ferill 1037. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 2179  —  1037. mál.




Svar


innviðaráðherra við fyrirspurn frá Birni Leví Gunnarssyni um fjölda íbúa í íbúðum.


     1.      Í hversu mörgum íbúðum á enginn sér skráð lögheimili, í hversu mörgum íbúðum á einn sér skráð lögheimili, í hversu mörgum íbúðum eiga tveir sér skráð lögheimili, og svo framvegis?
    Fjöldi húseigna sem ekki hafa skráða íbúa er samtals 4.011 eða um 5,5% af öllum húseignum landsins. Ekki er hægt að taka út tölur niður á íbúðanúmer þar sem ekki eru allir íbúar fjölbýlishúsa skráðir niður á íbúðanúmer og því ekki hægt að segja til um fjölda einstaklinga í hverri íbúð eins og staðan er í dag.

     2.      Hversu margir eiga sér ekki skráð lögheimili neins staðar?
    Alls eru 3.745 einstaklingar sem eru ekki skráðir á lögheimili, þ.e. með ótilgreint lögheimili.

     3.      Stemmir fjöldi þeirra sem eiga sér skráð lögheimili við fjölda íbúa á Íslandi? Ef svo er ekki, hverju munar?
    Þessar tölur stemma við skráningu í þjóðskrá um fjölda íbúa og lögheimila.