Ferill 1177. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 2187  —  1177. mál.




Svar


innviðaráðherra við fyrirspurn frá Andrési Inga Jónssyni um uppbyggingu stórskipahafnar í Finnafirði.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hver er aðkoma ráðuneytisins að mögulegri uppbyggingu stórskipahafnar í Finnafirði?

    Aðkoma ríkisins að mögulegri uppbyggingu stórskipahafnar í Finnafirði er eins og sakir standa engin. Ríkið hafði aðkomu að málinu á grundvelli viljayfirlýsingar um hafnar- og atvinnuþróunarverkefni í Finnafirði frá 2016, en aðild að henni áttu auk ríkisins Langanesbyggð, Vopnafjarðarhreppur, Bremenports sem er hafnarrekstrarfyrirtæki í eigu Brima í Þýskalandi, og verkfræðistofan EFLA. Öllum verkefnum ríkisins samkvæmt henni er lokið og ekki var tekin ákvörðun um að framlengja samstarfið. Forræði á málinu er því í höndum sveitarfélaganna á svæðinu og samstarfsaðila þeirra.