Ferill 243. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 246  —  243. mál.




Fyrirspurn


til háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um ábata af nýsköpunarstarfsemi.

Frá Aðalsteini Hauki Sverrissyni.


     1.      Hyggst ráðherra láta reikna út nettóábata fyrir ríkið af nýsköpunarstarfsemi annars vegar út frá skattgreiðslum nýsköpunarfyrirtækja og hins vegar út frá auknum útflutningsverðmætum vegna þeirra í ljósi þess að hvatar til nýsköpunarstarfsemi hafa orðið til þess að iðnaðurinn hefur vaxið og skilað auknum tekjum í ríkissjóð?
     2.      Hver er heildarfjárhæð stuðnings sem ríkið hefur veitt nýsköpunarfyrirtækjum frá árinu 2017 til dagsins í dag?


Skriflegt svar óskast.