Ferill 262. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 265  —  262. mál.




Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um mansal á Íslandi.

Frá Hafdísi Hrönn Hafsteinsdóttur.


     1.      Hve mörg mál sem varða mansal hafa verið tilkynnt til lögreglu síðastliðin 15 ár eða lögregla hafið rannsókn á?
     2.      Hvert er hlutfall milli kynja þolenda í þeim málum?
     3.      Hvaða aðstoð og úrræði standa þolendum mansals til boða?
     4.      Hvers eðlis hefur mansal hér á landi verið síðastliðin 15 ár?
     5.      Hvernig er samstarfi yfirvalda háttað í eftirliti með mansalsmálum, t.d. við vinnustaðaeftirlit verkalýðshreyfingarinnar o.fl.?
     6.      Til hvaða aðgerða hyggst ráðherra grípa í því skyni að vinna gegn mansali?
     7.      Hverjar eru fyrirætlanir ráðherra um endurskoðun á aðgerðaáætlun gegn mansali frá 2013–2016?


Skriflegt svar óskast.