Ferill 297. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 301  —  297. mál.




Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um skipun og störf talsmanna umsækjenda um alþjóðlega vernd.

Frá Arndísi Önnu Kristínardóttur Gunnarsdóttur.


     1.      Hvaða verklagsreglur og viðmið gilda um skipun talsmanna skv. 30. gr. laga um útlendinga, nr. 80/2016?
     2.      Hefur verklagi við skipun talsmanna verið breytt í kjölfar úrskurðar kærunefndar útlendingamála nr. 401/2023 frá 7. júlí sl.?
     3.      Hversu margir einstaklingar eru á lista Útlendingastofnunar yfir talsmenn, hversu mörgum hefur verið synjað um skráningu á listann og hvers vegna?
     4.      Hvert er verklagið þegar umsækjandi óskar eftir skipun talsmanns sem ekki er á lista Útlendingastofnunar yfir talsmenn?
     5.      Hve margir af þeim sem skráðir eru á listann hafa fengið skipun og hve oft?
     6.      Hversu oft hefur verið synjað um skipun tiltekins talsmanns samkvæmt ósk umsækjanda og á hvaða forsendum?
     7.      Hver er hámarksfjöldi tíma sem greitt er fyrir á hvern umsækjanda og á hvaða lagagrundvelli er það hámark byggt?
     8.      Hvernig er tryggt að stjórnvaldsákvörðun sem send er talsmanni sé birt fyrir umsækjanda sjálfum?
     9.      Hvaða úrræði hefur umsækjandi um alþjóðlega vernd komi til þess að talsmaður hans vanræki hlutverk sitt, svo sem með því að birta honum ekki ákvörðun Útlendingastofnunar, með þeim afleiðingum að kærufrestur líður án þess að viðkomandi umsækjandi viti af niðurstöðunni?


Skriflegt svar óskast.