Ferill 298. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 302  —  298. mál.




Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um skatttekjur sem hlutfall af landsframleiðslu.

Frá Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur.


     1.      Hvar stendur Ísland í samanburði við önnur ríki OECD hvað varðar skatttekjur sem hlutfall af landsframleiðslu þegar horft er til álits fjármálaráðs frá apríl 2021 þar sem alþjóðlegur samanburður á umfangi hins opinbera miðast við skatttekjur og lífeyrisgjöld?
     2.      Hvar stendur Ísland í samanburði við Norðurlöndin hvað varðar skatttekjur sem hlutfall af landsframleiðslu, sbr. ofangreint?


Skriflegt svar óskast.