Ferill 329. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 336  —  329. mál.




Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um kaup lögreglu á búnaði fyrir leiðtogafund Evrópuráðsins.

Frá Indriða Inga Stefánssyni.


     1.      Telur ráðherra að kaup á 700 hjálmum fyrir 47 milljónir kr. af fyrirtæki í Bretlandi með takmarkaða starfsemi og eigið fé upp á um 6.000 pund, við undirbúning leiðtogafundar Evrópuráðsins hérlendis, standist viðmið um góða viðskiptahætti?
     2.      Hyggst ráðherra taka til skoðunar hvort þessi og önnur innkaup fyrir leiðtogafundinn hafi verið í samræmi við verklagsreglur? Leiði slík skoðun í ljós að svo hafi ekki verið, hyggst ráðherra endurskoða þær verklagsreglur?


Skriflegt svar óskast.