Ferill 220. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 484  —  220. mál.




Svar


háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra við fyrirspurn frá Líneik Önnu Sævarsdóttur um undanþágu frá staðnámi.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     1.      Hvaða háskólar hafa sett verklagsreglur um undanþágur frá staðnámi í greinum sem ekki eru í boði í fjarnámi vegna sérstakra aðstæðna einstaklinga, svo sem búsetu, starfs, íþróttaiðkunar eða fjölskylduaðstæðna?
     2.      Hversu margir, ef einhverjir, nemendur hafa nýtt slíka undanþágu? Svar óskast sundurliðað eftir háskólum.


               Verklagsreglur um undanþágur frá staðnámi Fjöldi nemenda sem hafa nýtt sér undanþágu frá staðnámi Athugasemd
Háskólinn á Akureyri      Nei. Mætingarskylda er í vettvangsnámi og klínískri þjálfun.     Á ekki við. Allt nám er skipulagt í sveigjanlegu námsformi með samspili stað- og fjarnáms eftir útfærslu hverrar deildar.
Háskólinn á Hólum      Nei, mætingarskylda er tilgreind í kennsluáætlun. Sveigjanleiki um mætingu eftir mati kennara.     Slík skrá er ekki haldin. Tímasókn er frjáls, utan tímasóknar í námskeiðshluta, verklegra tíma, staðlotna, verknáms og vettvangsnáms.
Háskóli Íslands      Nei, almennt gildir mætingarskylda í staðnámi. Unnt er að sækja um undanþágu frá mætingu skv. reglum lyfjafræðideildar og í deild íþrótta, heilsueflingar og tómstunda. Slík skrá er ekki haldin. Einstökum deildum er heimilt að setja reglur um skyldu stúdenta til þátttöku í einstökum námskeiðum, æfingum, verklegu námi og vettvangsþjálfun.
Landbúnaðarháskóli Íslands      Nei, undanþágur eru veittar eftir mati hverju sinni.
    Á ekki við.      Allar grunnnámsbrautir eru kenndar með fjarnámsmöguleika. Aðrar námsbrautir eru með fjarnámslausnum og staðlotum.
Háskólinn á Bifröst      Nei.          
Á ekki við. Allt nám er í fjarnámi.
Háskólinn í Reykjavík      Nei, útfærsla mætingarskyldu fer eftir eðli námskeiða. Veittar hafa verið undanþágur til nemenda í afrekshópi til fjarnáms vegna sérstakra aðstæðna.     Slík skrá er ekki haldin.
Listaháskóli Íslands      Nei.     
Engar undanþágur hafa verið veittar. Allt nám er staðnám.